Fara í efni

Upplýsingastefna fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202111020

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir liggja drög að upplýsingastefnu fyrir Múlaþing auk minnisblaðs frá skrifstofustjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vönduðu vinnu sem liggur að baki fyrirliggjandi drögum að upplýsingastefnu fyrir Múlaþing. Byggðaráð leggur til að sveitarstjórn samþykki stefnuna og feli sveitarstjóra að sjá til þess að henni verði framfylgt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá til afgreiðslu bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 16. nóvember 2021, varðandi upplýsingastefnu fyrir Múlaþing.

Til máls tóku: Stefán B.Sveinsson,Helgi H.Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,
Eyþór Stefánsson,Gauti Jóhannesson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn tekur undir með Byggðaráði Múlaþings og fagnar þeirri vönduðu vinnu sem liggur að baki fyrirliggjandi drögum að upplýsingastefnu fyrir Múlaþing. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir stefnuna og felur sveitarstjóra að sjá til þess að henni verði framfylgt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?