Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

18. fundur 08. desember 2021 kl. 14:00 - 17:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar tók Þröstur Jónsson til máls og gerði athugasemdir við boðun og fyrirkomulag fundarins. Einnig tók Stefán Bogi Sveinsson til máls.

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, lagði fram áætlunina til síðari umræðu í sveitarstjórn. Áður hefur hún verið afgreidd af byggðaráði og við fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Aðrir sem til máls tóku um fjárhagsáætlunina voru: Þröstur Jónsson,Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn,Helgi Hlynur Ásgrímsson,Hildur Þórisdóttir,Stefán B.Sveinsson sem svaraði fyrirspurn,Vilhjálmur Jónsson,Björn Ingimarsson sveitarstjóri sem svaraði fyrirspurn, Berglind H.Svavarsdóttir, Helgi H.Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,kristjana Sigurðardóttir og Jakob Sigurðsson.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2022 nema 8.028 millj. kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 6.996 millj. kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 7.003 millj. kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 6.593 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 465 millj., þar af 266 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 470 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 329 millj. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði, afskriftir, skatta og óreglulega liði er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 65 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er neikvæð og nema rekstrargjöld umfram rekstrartekjur um 202 millj. kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 855 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 318 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins 2022 nema nettó 1.914 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 801 millj. í A hluta.
Afborganir af lánum og leiguskuldbindingum hjá samstæðu A og B hluta verða 949 millj. kr. á árinu 2022, þar af 640 millj. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 12.207 millj. kr. í árslok 2022 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 8.089 millj. kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 138% í árslok 2022.

Fjárhagsáætlun 2022-2025 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2022 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2023 - 2025 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 10. nóvember sl.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 202111059Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson,sem kynnti tillöguna og lagði hana fram,Jakob Sigurðsson,Helgi H.Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,Björn Ingimarsson,Helgi H.Ásgrímsson,Stefán B.Sveinsson,Eyþór Stefánsson,Björn Ingimarsson,Þröstur Jónsson,Berglind H.Svavarsdóttir,Vilhjálmur Jónsson, Stefán B.Sveinsson og Gauti Jóhannesson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir eftirfarandi gjaldskrár fyrir árið 2022:

Álagningarhlutföll fasteignaskatts verði sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%
Álagningarhlutföll lóðarleigu á eignarlóðum Múlaþings, eða 0,75%
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 9. Fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar og síðasti 1. október.
Fráveitugjald verði 0,35% af fasteignamati fasteigna og lóða
Tengigjöld af nýbyggingum:
100-149 mm allt að 20 metrar frá stofnlögn að lóðamörkum 235.600 kr.
150-200 mm allt að 20 metrar frá stofnlögn að lóðamörkum 284.600 kr.
Árlegt gjald fyrir hreinsun hverrar rotþróar:
Minni en 4,5 rúmmetrar 21.000 kr.
4,5 - 6,5 rúmmetrar 30.200 kr.
Vatnsgjald pr. fermetra húss kr. 279
Fastagjald vatns á matseiningu verði kr. 9.813
Árlegt vatnsgjald af sumar-/frístundahúsum skal þó vera að lágmarki kr. 30.740
Notkunargjald annars en heimilisþarfa:
Um mæli í fastri leigu kaupanda skal vera kr. 35 pr. rúmmetra
Frá Urriðavatnsveitu skal vera kr. 27 pr. rúmmetra
Í lausasölu og til hafna fyrir vatn til skipa við bryggju kr. 300 pr. rúmmetra
Leiga rúmmetramæla er eftirfarandi:
Stærð mælis Á dag
15 mm 42 kr
20 - 43 kr
25 - 56 kr
32 - 63 kr
50 - 93 kr
80 - 241 kr
100 - 254 kr


Gjöld fyrir heimæðar
Þéttbýli Dreifbýli
Þvermál inntaks kr. kr.
Allt að 32 mm 283.000 564.000
40 mm 405.000 sér samn.
50 mm 599.000 sér samn.
63 mm 880.000 sér samn.
75 mm 1.166.000 sér samn.

Sorpgjald á íbúð verði:
Söfnunargjald kr. 23.393
Förgunargjald kr. 10.021
Samtals kr. 33.413
Frávik á Borgarfirði er 25% afsláttur sbr. 1. gr. A-liðar.
Sumarhús eyðingargjald (30%) kr. 10.024
Sumarhús með sorphirðu frá 1. maí til 31. sep. kr. 16.077.

Aukatunnur á heimili:
Grá tunna 240 L kr. 12.000 á ári
Græn tunna 240 L kr. 2.100 á ári
Brún tunna 240 L kr. 2.100 á ári

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2022:
Hámark afsláttar verði: 98.894 kr
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark kr.3.800.000
Hámark kr.4.940.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark kr.5.343.787
Hámark kr.6.769.828

Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald og gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár sem í gildi er fyrir árið 2021 gildir óbreytt áfram fyrir árið 2022.

Gjaldskrá hjá Múlaþingi árið 2022 fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs, gjaldskrá fyrir hafnir Múlaþings og gjaldskrá um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Múlaþingi, sbr. fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29.09.2021, 20.10 2021, 17.11.2021 og 24.11.2021 auk gjaldskrá fyrir bókasöfnin í Múlaþingi sbr.fundagerð byggðaráðs frá 14.09.2021 eru jafnframt staðfestar í heild sinni.

Gjaldskrá hitaveitu HEF veitna, er samþykkt var af stjórn HEF 24. nóvember 2021, staðfestir sveitarstjórn í heild sinni.

Að öðru leyti vísar sveitarstjórn til afgreiðslu nefnda í fjárhagsáætlunum fyrir árið 2022 á öðrum gjaldskrám og staðfestingar á þeim í fundargerðum fjölskylduráðs frá 19.10.2021, 16.11.2021.

Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að eigi síðar en í byrjun janúar hafi gjaldskrár verið birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Lánasamningar 2021

Málsnúmer 202102234Vakta málsnúmer

Til máls tók: Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir á fundi sínum þann 8. desember 2021 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings , kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Beiðni um stofnframlög til byggingar á hagkvæmu íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202102117Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 16.11.2021, þar sem samþykkt er skipa fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn og fulltrúaráð Bæjartúns hses.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn,Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn,Jakob Sigurðsson sem bar upp fyrirspurn,Björn Ingimarsson svaraði fyrirspurn Jakobs,Stefán B.Sveinsson svaraði fyrirspurnum HÞ og JS,Helgi H.Ásgrímsson og Berglind H.Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipa Björn Ingimarsson sem fulltrúa Múlaþings í stjórn Bæjartúns hses. Auk þess verði Berglind Harpa Svavarsdóttir og Eyþór Stefánsson skipuð sem fulltrúar Múlaþings í fulltrúaráð stofnunarinnar. Skipan framangreindra fulltrúa skal þó háð því að umsókn Bæjartúns hses til HMS um stofnframlag vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Selbrún verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir lá til afgreiðslu endurkjör forseta og varaforseta sveitarstjórnar auk byggðaráðs Múlaþings. Jafnframt lá fyrir að skipa þyrfti nýjan varafulltrúa í fjölskylduráð Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Gauti Jóhannesson verði kjörinn forseti sveitarstjórnar, Stefán Bogi Sveinsson fyrsti varaforseti og Hildur Þórisdóttir annar varaforseti.

Jafnframt verði í byggðaráð kjörnir eftirtaldir fulltrúar:
Berglind Harpa Svavarsdóttir, D-lista (formaður)
Gauti Jóhannesson, D-lista (varaformaður)
Vilhjálmur Jónsson, B-lista
Hildur Þórisdóttir, L-lista
Eyþór Stefánsson. L-lista
Helgi Hlynur Ágrímsson V-lista (áheyrnarfulltrúi)
Þröstur Jónsson M-lista (áheyrnarfulltrúi)

Halla Dröfn Þorsteinsdóttir V-lista verði skipaður varafulltrúi í fjölskylduráði í stað Kristbjargar Mekkín Helgadóttur sem hefur flutt úr sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Upplýsingastefna fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202111020Vakta málsnúmer

Fyrir lá til afgreiðslu bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 16. nóvember 2021, varðandi upplýsingastefnu fyrir Múlaþing.

Til máls tóku: Stefán B.Sveinsson,Helgi H.Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,
Eyþór Stefánsson,Gauti Jóhannesson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn tekur undir með Byggðaráði Múlaþings og fagnar þeirri vönduðu vinnu sem liggur að baki fyrirliggjandi drögum að upplýsingastefnu fyrir Múlaþing. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir stefnuna og felur sveitarstjóra að sjá til þess að henni verði framfylgt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, þétting byggðar í Einbúablá og Mánatröð

Málsnúmer 202111071Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 17.11.2021, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, er varðar þéttingu byggðar við Mánatröð og Einbúablá, verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Útrás og hreinsivirki

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 24.11.2021, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að unnin verði breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson,Helgi H.Ásgrímsson og Stefán B.Sveinsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að unnin verði breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi. Jafnframt verði skoðað hvort fleiri breytingar verði gerðar samhliða ef það er talið geta hentað. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.12.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að skipulagslýsing fyrir rammaskipulag sem unnið er að í kringum Stuðlagil á Jökuldal verði auglýst og kynnt.

Til máls tóku: Helgi H.Ásgrímsson,Hildur þórisdóttir,Berglind H.Svavarsdóttir og Gauti Jóhannesson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing fyrir rammaskipulag sem unnið er að í kringum Stuðlagil á Jökuldal verði auglýst og kynnt. Skipulagsfulltrúa falinn framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Lóðaleigusamningur og Samþykkt um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.12.2021, þar sem drögum að endurskoðun samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Um er að ræða breytingar vegna uppfærslu á byggingarstaðli ÍST 51:2021 auk orðalags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi breytingar á samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings að koma breytingum á.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Verndarsvæði í byggð, Egilsstaðir

Málsnúmer 202011161Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.12.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndaráætlun í byggð verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögu að verndaráætlun fyrir byggðina í elsta hluta Egilsstaðabæjar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Ályktun á aðalfundi Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði 28. maí 2021

Málsnúmer 202106184Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi öldungaráðs Múlaþings, dags. 21.10.2021, þar sem tekið er undir bókun stjórnar Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði frá 26. júní sl. og því beint til sveitarstjórnar að láta deiliskipuleggja hið fyrsta svæði á Egilsstöðum fyrir byggingu húsnæðis fyrir eldra fólk þar sem þörfin sé orðin brýn.

Til máls tók: Berglind H.Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi ábendingum öldungaráðs Múlaþings og stjórnar Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði til umhverfis- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 202111213Vakta málsnúmer

Fyrir lá boð á aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður föstudaginn 10. desember 2021 um fjarfundarbúnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra, og Hrund Erlu Guðmundsdóttur, skjalastjóra til vara að sitja aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga, fyrir hönd sveitarfélagsins, er haldinn verður um fjarfundarbúnað föstudaginn 10. desember 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

15.Byggðaráð Múlaþings - 38

Málsnúmer 2111006FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson v.liðar 8 Egilsstaðarflugvöllur,og bar upp eftirfarandi tillögu, Hildur Þórisdóttir, Stefán B.Sveinsson,Berglind H.Svavarsdóttir,Þröstur Jónsson,Jakob Sigurðsson,Helgi H.Ásgrímsson,Eyþór Stefánsson,Helgi H.Ásgrímsson um sama lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings minnir Alþingi á mikilvægi þess að hvergi verði hvikað frá áformum um stórfellda uppbyggingu samgönguinnviða á Austurlandi. Nauðsynlegt er að framkvæmdir við nýjan veg yfir Öxi og Fjarðarheiðargöng hefjist sem fyrst, sem og framkvæmdir við akstursbraut og nýtt flughlað á Egilsstaðaflugvelli. Í tengslum við uppbyggingu í miðbæ Egilsstaða verður að gera ráð fyrir framkvæmdum við þjóðveginn sem um hann liggur. Þá er bygging nýrrar Lagarfljótsbrúar löngu tímabær, sem og margar aðrar framkvæmdir innan sveitarfélagsins og landshlutans. Allar þessar framkvæmdir eru nauðsynleg forsenda vaxtar og framþróunar og stuðla að uppbyggingu öflugs og sjálfbærs sveitarfélags, sem er í samræmi við markmið nýs stjórnarsáttmála. Því hvetur sveitarstjórn Múlaþings Alþingi til að viðhalda áfram átaki í uppbyggingu samgöngumannvirkja, en draga ekki saman fjárframlög til þeirra verkefna milli ára, eins og núverandi fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Byggðaráð Múlaþings - 39

Málsnúmer 2111014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 38

Málsnúmer 2111008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39

Málsnúmer 2111015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40

Málsnúmer 2111019FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Berglind H.Svavarsdóttir og Stefán B.Sveinsson

Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 31

Málsnúmer 2111009FVakta málsnúmer

Til máls tók. Berglind H.Svavarsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 32

Málsnúmer 2111012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 33

Málsnúmer 2111020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Heimastjórn Borgarfjarðar - 17

Málsnúmer 2111013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 17

Málsnúmer 2111003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Heimastjórn Djúpavogs - 20

Málsnúmer 2111011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Ungmennaráð Múlaþings - 9

Málsnúmer 2111018FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán B.Sveinsson,Kristjana Sigurðardóttir,Berglind H.Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson,
Jakob Sigurðsson,Þröstur Jónsson,Kristjana Sigurðardóttir og Helgi H.Ásgrímsson

Lagt fram til kynningar.

27.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?