Fara í efni

Varmadælulausn í Brúarásskóla

Málsnúmer 202111060

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 38. fundur - 17.11.2021

Verkefnastjóri framkvæmdamála kynnti minnisblað varðandi kyndingu í Brúarásskóla þar sem meðal annars komu fram tillögur þess efnis að HEF veitur taki yfir borholur í eigu sveitarfélagsins í Brúarási og hugsanlega varmadælur skólans. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur frá framkvæmdastjóra HEF veitna þar sem óskað er eftir því að fá aðgang að borholu fyrir neysluvatn í Brúarási.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt og óskar eftir því að HEF veitur taki yfir þær borholur sem sveitarfélagið hefur látið gera í Brúarási. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka upp viðræður við HEF veitur um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?