Fara í efni

Menningarstyrkir 2022

Málsnúmer 202111080

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir lá minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála og atvinnu- og menningarmálastjóra varðandi úthlutanir menningarstyrkja Múlaþings þar sem ákveðnar breytingar eru lagðar til.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á reglum um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá til þess að þær verði kynntar með viðunandi hætti.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 42. fundur - 25.01.2022

Fyrir lágu drög að úthlutun menningarstyrkja Múlaþings (fyrri úthlutun). Fram kemur að það bárust 29 umsóknir frá 25 aðilum samtals að fjárhæð kr. 18.011.112,- og að heildarkostnaður verkefna nemur kr. 58.158.346,-. Inn á fundinn tengdust Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir og Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjórar menningarmála Múlaþings, og gerðu frekari grein fyrir málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, að tillögu verkefnastjóra menningarmála, að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings nemi kr. 8.270.000,-. Verkefnastjóra menningarmála falið að koma úthlutun í framkvæmd í samræmi við fyrirliggjandi tillögur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir - mæting: 09:20
  • Jónína Brá Árnadótti - mæting: 09:20

Byggðaráð Múlaþings - 61. fundur - 27.09.2022

Fyrir liggja drög að úthlutun menningarstyrkja Múlaþings (seinni úthlutun) sem eru ætlaðir fyrir verkefni sem gerast á síðari hluta ársins 2022. Sótt var um: 16.615.850 kr. Heildarkostnaður verkefna nemur 49.730.100 kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð 1.925.000 kr., og felur verkefnastjóra menningarmála að koma úthlutunum í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir - mæting: 11:10
Getum við bætt efni þessarar síðu?