Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

61. fundur 27. september 2022 kl. 10:00 - 12:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
 • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022.

3.Sænautasel

Málsnúmer 202209144Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað þar sem fram kemur að núverandi rekstraraðili Sænautasels mun hætta rekstri frá og með hausti í ár. Einnig kom fram að nýr rekstraraðili er tilbúinn til að taka að sér reksturinn næstu tvö árin á sömu forsendum og verið hefur samkvæmt gildandi samningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar Lilju Óladóttur það góða starf er hún hefur sinnt sem rekstraraðili Sænautasels undanfarin þrjátíu ár. Jafnframt samþykkir byggðaráð að samið verði við Björn Hall Gunnarsson um rekstur Sænautasels næstu tvö árin á sömu forsendum og verið hefur samkvæmt gildandi samningi. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við viðkomandi fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

4.Staðfesting á stofnframlagi sveitarfélags

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri gerðu grein fyrir samskiptum við fulltrúa Brák leigufélags varðandi greiðslu stofnframlags vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum félagsins í Selbrún í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að, í samræmi við lög um almennar íbúðir nr. 52/2016, greiði sveitarfélagið nú 50% stofnframlags sveitarfélagsins vegna byggingar íbúða á vegum leigufélagsins Brák í Selbrún í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

5.Menningarstyrkir 2022

Málsnúmer 202111080Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að úthlutun menningarstyrkja Múlaþings (seinni úthlutun) sem eru ætlaðir fyrir verkefni sem gerast á síðari hluta ársins 2022. Sótt var um: 16.615.850 kr. Heildarkostnaður verkefna nemur 49.730.100 kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð 1.925.000 kr., og felur verkefnastjóra menningarmála að koma úthlutunum í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

 • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir - mæting: 11:10

6.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202201134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 19.09.2022.

Lagt fram til kynningar.

7.Boð um þátttöku í samráði, Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda, samráðsgátt

Málsnúmer 202209174Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar drög að upplýsingastefnu stjórnvalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að upplýsingastefnu stjórnvalda

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aldarafmæli Seyðisfjarðarkirkju, styrkbeiðni

Málsnúmer 202209148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni vegna 100 ára afmælis Seyðisfjarðarkirkju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi mögulega styrkveitingu vegna 100 ára afmælis Seyðisfjarðarkirkju. Er nánari upplýsingar liggja fyrir verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.LungA hátíðin, styrkbeiðni

Málsnúmer 202209164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá framkvæmdastýru LungA vegna LungA hátíðarinnar. Sveitarstjóri gerði einnig grein fyrir samskiptum við ráðherra mennta- og menningarmála vegna málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi viðbótarstyrk vegna LungA hátíðarinnar. Er nánari upplýsingar liggja fyrir verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Efling námstækifæra í ME og Múlaþingi

Málsnúmer 202209189Vakta málsnúmer

Inn á fundinn komu fulltrúar Menntaskólans á Egilsstöðum, þau Árni Ólason og Bergþóra Arnórsdóttir og fóru yfir stöðu og þróun námstækifæra í Múlaþingi er tengist möguleikum skólans til að bjóða upp á iðn-og verknám.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fulltrúum Menntaskólans á Egilsstöðum áhugaverða kynningu og lýsir yfir stuðningi við þær áherslur er fyrirhugað er að vinna samkvæmt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

 • Árni Ólason og Bergþóra Arnórsdóttir - mæting: 11:35

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?