Fara í efni

Viðhaldsþörf grunnskóla Múlaþings

Málsnúmer 202111188

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 9. fundur - 29.11.2021

Undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, og kynnti viðhalds- og framkvæmdaáætlanir grunnskóla Múlaþings. Var það að beiðni ráðsins eftir heimsókn í grunnskóla á Seyðisfirði og Djúpavogi.

Ungmennaráð þakkar Hugrúnu fyrir greinargóða kynningu og beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að þarfagreining og forgangsröðun á viðhaldi og framkvæmdum við grunnskóla í byggðakjörnum sveitarfélagsins verði kláruð sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Fyrir liggur bókun ungmennaráðs Múlaþings þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að vinna við þarfagreiningu og forgangsröðun á viðhaldi og framkvæmdum við grunnskóla í byggðakjörnum sveitarfélagsins verði kláruð sem fyrst.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að unnin verði þarfagreining vegna framkvæmda við grunnskóla sveitarfélagsins. Viðhaldsáætlun ársins var kynnt undir lið 3 hér að framan.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?