Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

9. fundur 29. nóvember 2021 kl. 16:00 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Guðmundsson formaður
  • Jónína Valtingojer aðalmaður
  • Jóhann Eli Salberg Dánjalsson aðalmaður
  • Júlíus Laxdal Pálsson aðalmaður
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir aðalmaður
  • Lena Lind B. Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Páll Jónsson aðalmaður
  • Óli Jóhannes Gunnþórsson aðalmaður
  • Rebecca Lísbet Sharam aðalmaður
  • Sigurður Alex Sigurgeirsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir Íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Ærslabelgur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202104277Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, og kynnti þær tillögur sem fyrir liggja varðandi staðsetningu ærslabelgs á Egilsstöðum.

Ungmennaráð ræddi tillögurnar og leggur til að ærslabelgur verði staðsettur í Tjarnargarði, á svæði C á meðfylgjandi skjali. Telur ráðið að sú staðsetning geti haft í för með sér áframhaldandi uppbyggingu afþreyingar á svæðinu. Eins er framkvæmdin einföld, aðgengi að svæðinu er gott og belgurinn yrði vel sýnilegur fyrir ferðafólk á Egilsstöðum.

Samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða.

2.Viðhaldsþörf grunnskóla Múlaþings

Málsnúmer 202111188Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, og kynnti viðhalds- og framkvæmdaáætlanir grunnskóla Múlaþings. Var það að beiðni ráðsins eftir heimsókn í grunnskóla á Seyðisfirði og Djúpavogi.

Ungmennaráð þakkar Hugrúnu fyrir greinargóða kynningu og beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að þarfagreining og forgangsröðun á viðhaldi og framkvæmdum við grunnskóla í byggðakjörnum sveitarfélagsins verði kláruð sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ungmennaþing 2021

Málsnúmer 202102207Vakta málsnúmer

Skipað í vinnuhópa fyrir komandi Ungmennaþing.

Málið er að öðru leyti í vinnslu.

4.Vinnustofur ungmennaráða Barnvænna sveitarfélaga

Málsnúmer 202111215Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?