Fara í efni

Skúlptúrinn Neysla; í minningu Homo Sapiens

Málsnúmer 202112002

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 18. fundur - 06.12.2021

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Skaftfelli miðstöðvar myndlistar á Austurlandi um framlengingu stöðuleyfis listaverks á vegum miðstöðvarinnar sem staðsett er í Hafnargarðinum við Lónsleiru.

Skúlptúrinn Neysla; í minningu Homo Sapiens eftir Pétur Kristjánsson var settur upp sl. sumar og var hluti af sýningunni Fikt og fræði sem opnaði í Skaftfelli 17. júní. Til stóð að taka hann niður í september en Pétur hefur nú óskað eftir að hann fái að standa áfram og verði hluti af svokölluðum skúlptúrgarði sem er í umsjón Skaftfells. Fyrir hönd miðstöðvarinnar telja Júlía Martin og Hanna Christel forstöðumenn Skaftfells að verkið sómi sér vel sem hluti af skúlptúrgarðinum bæði útlitslega séð og innihaldslega séð.

Heimastjórn gerir ekki athugasemd við framlengingu leyfisins en bendir á að leyfið sé háð takmörkunum varðandi úthlutun lóða á svæðinu ef til þess kæmi. Heimastjórn vísar að öðru leyti erindinu til Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Fyrir liggur athugasemd við bókun heimastjórnar varðandi framlengingu á leyfi fyrir uppsetningu listaverks í skúlptúragarðinum á Seyðisfirði.

Heimastjórn samþykkir framlengingu á veru skúlptúrsins Neyslu; í minningu Homo Sapiens í skúlptúrsgarðinum á Seyðisfirði.
Getum við bætt efni þessarar síðu?