Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

19. fundur 10. janúar 2022 kl. 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Skúli Vignisson varamaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Þjónustusamningur við Austurbrú vegna atvinnumála á Seyðisfirði 2021

Málsnúmer 202102097Vakta málsnúmer

Málinu var frestað á síðasta fundi þar sem kostnaðaryfirlit vantaði frá Austurbrú.

Málið áfram í vinnslu. Aðalheiði falið að kalla eftir fulltrúa Austurbrúar á næsta fund heimastjórnar Seyðisfjarðar.

2.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Ariel ehf.

Málsnúmer 202110079Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi varðandi rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Ariel ehf., 480616-0140, Langahlíð 1, 710 Seyðisfirði

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn fyrir ferðaþjónustuna Ariel ehf. 480616-0140, Langahlíð 1, 710 Seyðisfirði um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 3.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum Austurlands.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Heimastjórn bendir á að vinnueftirlitið og lögreglan skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

3.Tækniminjasafn Austurlands, fjármál.

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til kynningar beiðni frá Tækniminjasafni Austurlands um rekstrarstyrk til sveitarfélagsins og beiðni til fjárlaganefndar Alþingis.

Lagt fram til kynningar.

4.Austurvegur 1 Sey. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202111106Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna byggingaráforma að Austurvegi 1 á Seyðisfirði. Um er að ræða endurbyggingu á Turninum sem fórst í aurskriðu á síðasta ári. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 24. nóvember sl. þar sem samþykkt var að láta fara fram grenndarkynningu á byggingaráformum og útmörkum lóðarinnar. Áformin voru grenndarkynnt frá 29. nóvember til 4. janúar 2022 fyrir eigendum Suðurgötu 2 og Austurvegar 3 og jafnframt kynnt almenningi með auglýsingu og kynningu á heimasíðu sveitarfélagsins með vísan til staðsetningar á áberandi stað í miðju bæjarins á svæði sem nýtur hverfisverndar. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn staðfestir að grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaráforma sé lokið án athugasemda og umsókninni vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

5.Athugasemd vegna deiliskipulags. Snjóflóðavarnir undir Bjólfi.

Málsnúmer 202201008Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bréf frá Hákoni og Birni Erlendssonum dags 26.12.2021 þar sem þeir gera athugasemd við umsögn heimastjórnar Seyðisfjarðar. Varðar málið samning við Seyðisfjarðarkaupstað um lóðirnar Fjörð 3 og 7 frá 1959.

Málið áfram í vinnslu.

6.Suðurgata 8b, tilfærsla á lóðamörkum, óbreytt stærð.

Málsnúmer 202111141Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur tillaga að lóðablaði með lagfærðum lóðamörkum við Suðurgötu 8b á Seyðisfirði.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Málinu var vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

7.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Tillaga að minningarreit vegna skriðufalla á Seyðisfirði 18. desember 2020 barst til heimastjórnar seyðisfjarðar frá Ólafíu Þ. Stefánsdóttur vorið 2021. Aðalheiður upplýsti á fundi heimastjórnar að þegar væri hafin vinna við minningarreit við Wathnestorfuna. Hugmyndavinna varðandi það sem eftir stendur af gömlu smiðjunni undir leiðsögn Minjastofnunar var sett af stað vorið 2021 en þarf að vinna frekar með tilsjónaraðilum hússins.

Fyrir fundinum liggur annað bréf frá Ólafíu Þ. Stefánsdóttur þar sem hún kallar eftir upplýsingum um málið og býður sig fram til starfa við hugmyndavinnuna en fjölskylda hennar starfaði í sjö af þeim húsum sem fórust í skriðunni.

Heimastjórn þakkar Ólafíu kærlega fyrir erindið og leggur til að atvinnu- og menningarsvið vinni málið áfram og óskar eftir því að hagaðilar að verkefninu verði kallaðir saman sem fyrst.

8.Skúlptúrinn Neysla; í minningu Homo Sapiens.

Málsnúmer 202112002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur athugasemd við bókun heimastjórnar varðandi framlengingu á leyfi fyrir uppsetningu listaverks í skúlptúragarðinum á Seyðisfirði.

Heimastjórn samþykkir framlengingu á veru skúlptúrsins Neyslu; í minningu Homo Sapiens í skúlptúrsgarðinum á Seyðisfirði.

9.Dagdvöl fyrir eldri borgara á Seyðisfirði

Málsnúmer 202101251Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Hjördísi Hrund Ingvarsdóttur varðandi þjónustu við aldraða í Múlaþingi og þá sérstaklega á Seyðisfirði til samræmis við það sem boðið er uppá á Egilsstöðum.

Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálastjóra er málið enn í vinnslu. Heimastjórn Seyðisfjarðar ítrekar fyrri bókun sína varðandi málið dags 01.02.2021

"Heimastjórn vísar því til fjölskylduráðs Múlaþings að könnuð verði þörf á dagdvöl aldraðra á Seyðisfirði og hún kostnaðarmetin. Mikilvægt er að sú þjónusta verði í boði á Seyðisfirði. Heimastjórn minnir á að til stendur að byggja íbúðakjarna í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Bæjartún hses þar sem gert er ráð fyrir félagsaðstöðu eldri borgara á Seyðisfirði í miðrými kjarnans."

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?