Fara í efni

Innsent erindi, bílastæði við Djúpavogskirkju

Málsnúmer 202112064

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá sóknarpresti Djúpavogskirkju varðandi kostnaðarþáttöku sveitarfélagsins í malbikun bílastæðis við kirkjuna.

Frestað til næsta fundar.

Heimastjórn Djúpavogs - 22. fundur - 13.01.2022

Erindi frá Alfreð Erni Finnsyni fyrir hönd Djúpavogskirkju varðandi aðkmomu að Djúpavogskirkju, bílastæði og umferð gangandi vegfarenda.

Heimastjórn þakkar erindið og fagnar því að vinna sé hafin við lagfæringar á umhverfi Djúpavogskirkju og því öfluga starfi sem haldið hefur úti undanfarin misseri.

Heimastjórn vísar erindinu til Umhverfis og framkvæmdaráðs og leggur til að reynt verði að koma á mót við óskir þær sem komu fram í bréfinu. Heimastjórn telur mikilvægt sé að umhverfi kirkjunnar sé snyrtilegt enda er hún áberandi þegar komið er inn í bæinn.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá sóknarpresti Djúpavogskirkju varðandi kostnaðarþáttöku sveitarfélagsins í malbikun bílastæðis við kirkjuna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð synjar ósk um fjárstuðning við verkefnið þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
Í erindinu kom einnig fram tilboð um kaup á hellum í eigu sóknarinnar og felur ráðið framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kanna það nánar ef tilefni er til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?