Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

41. fundur 15. desember 2021 kl. 08:30 - 12:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: SóleyValdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði
HKH og PH véku af fundi undir liðum nr. 12-14 og 16-17.

1.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að fjalla um fyrirkomulag við vetrarþjónustu á vegum í sveitarfélaginu. Fyrir liggur erindi frá foreldraráði Brúarásskóla, auk annarra ábendinga um vetrarþjónustu bæði í dreifbýli og þéttbýli.
Fræðslustjóri Múlaþings og verkstjóri áhaldahúss tóku þátt í umræðu undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni um fyrirkomulag vetrarþjónustu og mögulegar úrbætur þar á. Jafnframt er samþykkt að óska eftir því við fræðslustjóra Múlaþings að kallað verði eftir upplýsingum frá skólabílstjórum um þá staði þar sem mestra úrbóta er þörf, einkum er varðar hálkuvarnir. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að uppfæra fyrirliggjandi kort um forgangsröðun snjómoksturs á götum og gangstígum í þéttbýli og láta birta á vef sveitarfélagsins.

Málið er áfram í vinnslu og verður tekið fyrir á ný á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Kári Ólason - mæting: 08:30
  • Helga Guðmundsdóttir - mæting: 08:30

2.Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða

Málsnúmer 202010320Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð kynningarefnis og markaðssetningu miðbæjar Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hefja kynningu á uppbyggingu í miðbæ Egilsstaða undir yfirskriftinni Straumur.
Samþykkt er að auglýsa eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu á byggingarlóðum við Miðvang 8 og 9, Nývang 8, 10, 12 og 14, Kaupvang 8, 10, 12, 14, 16 og 20 og Sólvang 2, 4 og 6. Þegar umsóknarfrestur rennur út mun ráðið taka ákvörðun um ráðstöfun lóða.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni þar sem farið verði yfir tímalínu framkvæmda við gatnamót Skriðdals- og Breiðdalsvegar og Þjóðvegar 1. Frekari ákvarðanir um önnur uppbyggingarsvæði í miðbænum verður tekin þegar fyrir liggur hvenær Vegagerðin mun fara í nauðsynlegar framkvæmdir sem að þeim snúa.
Jafnframt samþykkir ráðið að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að boða til fundar með Þjónustusamfélaginu þar sem áform um uppbyggingu í miðbænum verði kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um utanhússklæðningu fyrir Herðubreið. Verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ráðist verði í múrviðgerðir á Herðubreið og húsið málað. Jafnframt samþykkir ráðið að ef það verður talið hagkvæmt og nauðsynlegt verði austurgafl elsta hluta hússins klæddur með álklæðningu. Ráðið telur að við endurbætur og viðhald á húsnæði sveitarfélagsins á svæðinu innst við Austurveg og við Suðurgötu sé rétt að leitast við að færa húsin að utan í sem upprunalegast horf. Samþykkt er að kalla eftir ráðgjöf frá Minjastofnun Íslands um litaval á Herðubreið.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 situr hjá (ÁHB).

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 10:50

4.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til minnisblaðs um mögulegt verkefni við greiningu svæða til vindorkunýtingar í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ráðist verði í greiningarvinnu í samræmi við fyrirliggjandi tilboð frá verkfræðistofunni Eflu. Verkefnið nýtist í framhaldinu við gerð aðalskipulags Múlaþings. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að ganga frá samningi um verkefnið.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 er á móti (PH).

Hannes Karl Hilmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að þessi vindmylluumræða sé ótímabær sérstaklega í ljósi þess að virkjanlegt vatnsafl með rannsóknarleyfi á Austurlandi nemur nú allt að 140MW, þá beri að forgangsraða orkuvinnslu með vatnsafli áður en litið er til meira umhverfisspillandi og síðri kosta til orkuvinnslu í Múlaþingi svo sem vindmylla. Ég leggst því gegn því að farið verði í frekari vinnu við vindorku að þessu sinni.

Pétur Heimisson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég legg áherslu á að umhverfis- og framkvæmdaráð verði sá aðili sem kemur að því að gildismeta hina sex þætti sem fram koma í minnisblaði Eflu um verkefnið.

5.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um afslætti af gatnagerðargjöldum fyrir árið 2022.

Málinu er frestað til næsta fundar.

6.Garnaveikibólusetningar í Múlaþingi

Málsnúmer 202111208Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að stuðningi við fjáreigendur vegna kröfu sem gerð er á alla fjáreigendur í sveitarfélaginu, að bólusetja ásetningslömb og -kið fyrir garnaveiki.

Máli frestað til næsta fundar.

7.Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111078Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá skólastjórum Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Egilsstaðaskóla varðandi húsnæðismál skólanna. Jafnframt er lögð fram til kynningar samantekt um húsnæðissögu Tónlistarskólans á Egilsstöðum frá Sóley Þrastardóttur, skólastjóra skólans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir fram komið erindi og greinargóða samantekt. Ráðið tekur undir að mikilvægt er að koma til móts við þarfir viðkomandi stofnana fyrir aukið húsnæði. Ekki náðist þó að gera ráð fyrir fjárframlögum til verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar að þessu sinni en málið verður áfram á dagskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ærslabelgur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202104277Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá ungmennaráði Múlaþings sem leggur til að ærslabelgur verði staðsettur í Tjarnargarði, á svæði C á meðfylgjandi skjali. Ungmennaráð telur að sú staðsetning geti haft í för með sér áframhaldandi uppbyggingu afþreyingar á svæðinu. Framkvæmdin er einföld, aðgengi að svæðinu gott og belgurinn vel sýnilegur ferðafólki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu ungmennaráðs að staðsetningu ærslabelgs á Egilsstöðum. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að vera í sambandi við þá aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að koma að uppsetningu belgsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Innsent erindi, bílastæði við Djúpavogskirkju

Málsnúmer 202112064Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá sóknarpresti Djúpavogskirkju varðandi kostnaðarþáttöku sveitarfélagsins í malbikun bílastæðis við kirkjuna.

Frestað til næsta fundar.

10.Deiliskipulagsbreyting, Ferðaþjónusta í landi Klyppstaða í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202109103Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Klyppsstaðar í Loðmundarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á deiliskipulagi ferðaþjónustu í landi Klyppsstaðar í Loðmundarfirði og samþykkir að hún verði auglýst og kynnt og send til umsagnar. Málinu vísað til heimastjórnar Borgarfjarðarhrepps til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um breytt lóðamörk, Tjarnarás 6

Málsnúmer 202112071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhafa að Tjarnarási 6 um stækkun lóðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að stækkun lóðarinnar verði kynnt með lóðablaði fyrir eigendum aðliggjandi lóðar, Tjarnarási 8, og þeim gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi. Göngu- og hjólastígur frá Fellabæ að Vök Baths.

Málsnúmer 202111202Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti breytta legu fyrirhugaðs göngustígs frá Einhleypingi í Fellabæ að Vök Baths við Urriðavatn en Vegagerðin hafði gert athugasemd við áður samþykkta legu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við breytta legu á stígnum.

Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (PH).

13.Umsókn um lóð, Bakkavegur 0, Borgarfjörður

Málsnúmer 202111223Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að stofnuð verði ný lóð við Bakkaveg 0 á Borgarfirði eystri. Jafnframt er óskað eftir að heimilt verði að reisa þar 3 íbúðarhús, hvert um sig 52m2 að stærð.

Máli frestað til næsta fundar.

14.Umsókn um lóð, Borgarfjörður, Smáratún

Málsnúmer 202109034Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum að Smáratúni á Borgarfirði eystri þar sem lóðinni er skilað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar úthlutun lóðarinnar og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta færa hana á ný á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (PH).

15.Innsent erindi, vegaþjónusta vegna skólaaksturs við Brúarásskóla

Málsnúmer 202111108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Steinunni Snædal, fyrir hönd Foreldrafélags Brúarásskóla, þar sem lýst er áhyggjum og óánægju með að að vegir séu ekki þjónustaðir á viðunnandi hátt hvað varðar mokstur og hálkuvarnir, í tengslum við skólaakstur Brúarásskóla.
Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 1.12. 2021 var eftirfarandi bókað: Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka snjóhreinsun og hálkuvarnir til skoðunar.

Erindið var tekið fyrir undir lið 1 í þessari fundargerð.

16.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2021

Málsnúmer 202102260Vakta málsnúmer

Fundargerð 165. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

17.Starfshópur um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202110188Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 2. fundi starfshóps um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?