Fara í efni

Sundlaug Egilsstöðum - aðgengi að barnalaug

Málsnúmer 202112072

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 10. fundur - 13.12.2021

Til umræðu var aðgengi að barnalaug í sundlauginni á Egilsstöðum, sem ungmennaráð telur að sé ekki eins og best verður á kosið. Ekkert þrep er ofan í laugina og því er hæðarmismunur mikill af bakka niður í botn laugar. Þetta skapar erfiðar aðstæður fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Ungmennaráð leggur til að aðgengi verði bætt með því að bæta við þrepi eða öðrum lausnum ofan í laugina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Fyrir ráðinu liggur bókun frá ungmennaráði Múlaþings þar sem lagt er til að aðgengi að barnalaug í sundlauginni á Egilsstöðum verði bætt með því að bæta við þrepi eða öðrum lausnum ofan í laugina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir að rétt sé að bæta úr aðgengi að barnalaug í sundlauginni á Egilsstöðum og samþykkir að beina því til verkefnastjóra framkvæmdamála að taka bókun ungmennaráðs til skoðunar í samráði við forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum og aðgengisfulltrúa Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?