Fara í efni

Umsókn um lóð, Lónsleira 11 og 13

Málsnúmer 202112150

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Formaður úrskurðar um vanhæfi nefndarmanns (JB) sem víkur af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá félaginu Lónsleira ehf., dags. 10. Desember 2021, um lóðirnar Lónsleira 11 og 13 á Seyðisfirði. Í umsóknargögnum stendur að sótt sé um lóðir 13 og 15 en fyrir liggur staðfesting umsækjanda á því að átt er við lóðir 11 og 13.
Lóðirnar eru ekki á lista yfir lausar lóðir sbr. bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 1.12.21 við málsnúmer 202111057

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að Tækniminjasafn Austurlands hefur með erindi til sveitarfélagsins falast eftir lóðunum Lónsleira 11, 13, 15 og 17 til uppbyggingar, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að beina fyrirspurn til byggðarráðs, sem fer með menningar- og safnamál, hvort gerðar séu athugasemdir við að umsækjandi fái lóðunum Lónsleira 11 og 13 úthlutað.

Afgreiðslu málsins að öðru leyti frestað.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JB).

Byggðaráð Múlaþings - 42. fundur - 25.01.2022

Fyrir lá fyrirspurn frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.01.2022, til byggðaráðs varðandi það hvort byggðaráð geri athugasemdir við að umsækjandi fái lóðunum Lónsleiru 11 og Lónsleiru 13 úthlutað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Svo fremi sem fyrirliggjandi umsóknir um umræddar lóðir standast þær körfur er gerðar eru samkvæmt gildandi skipulagi viðkomandi svæðis gerir byggðaráð Múlaþings ekki athugasemdir við að þeim verði úthlutað til umsækjanda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 44. fundur - 26.01.2022

Formaður úrskurðar um vanhæfi nefndarmanns (JB) sem víkur af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Lónsleira ehf., dags. 10. desember, um lóðirnar Lónsleira 11 og 13 á Seyðisfirði. Málið var áður á dagskrá ráðsins 19. janúar síðast liðinn þar sem málinu var skotið til umsagnar byggðarráðs. Byggðarráð tók málið fyrir á fundi sínum 25. janúar síðast liðinn þar sem ráðið gerði ekki athugasemd við að lóðunum verði úthlutað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðanna.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JB).

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Lónsleiru 11 og 13 á Seyðisfirði um afslátt af gatnagerðargjöldum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu undir 14. lið á 53. fundi ráðsins, 27. apríl 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?