Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

55. fundur 18. maí 2022 kl. 09:00 - 12:40 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Í upphafi fundar ber formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs upp tillögur að breyttri dagskrá þar sem málum nr. 202205319, Reiðleið um Öxi, og nr. 202204114, Umsókn um lóð - Austurvegur 24, verði bætt við dagskrána. Breytingarnar voru samþykktar samhljóða og uppfærist röð fundarmála samkvæmt því.

1.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Sérfræðingar frá Eflu tengjast inn á fundinn og kynna drög að niðurstöðu verkefnis um greiningu vindorkukosta í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra að vinna úr þeim ábendingum sem fram komu á fundinum og samþykkir að drög að niðurstöðu greiningarvinnunnar verði kynnt fyrir nýrri sveitarstjórn, heimastjórnum og umhverfis- og framkvæmdaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Kristinn Arnar Ormsson - mæting: 10:00
  • Árni Veigar Thorarensen - mæting: 10:00
  • Sigmar Metúsalemsson - mæting: 10:00
  • Hrafnhildur Brynjólfsdóttir - mæting: 10:00

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir drög að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 er varðar umhverfis- og framkvæmdamál auk hafnarsjóðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings. Ráðið leggur þó áherslu á að við áframhaldandi vinnslu fjárhagsáætlunar fari nýtt umhverfis- og framkvæmdaráð vel yfir alla þætti áætlunarinnar. Þá bendir ráðið á að þó gert sé ráð fyrir umtalsverðum fjárfestingum á vegum sveitarfélagsins á komandi árum þá eru mörg brýn verkefni fyrirliggjandi og því mikilvægt að allra leiða verði leitað til að auka svigrúm til fjárfestinga á næstu árum sé þess nokkur kostur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Reiðleið um Öxi

Málsnúmer 202205319Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til þess hvort sveitarfélagið óski eftir því við Vegagerðina að núverandi Axarvegur verði nýttur sem reiðleið að loknum framkvæmdum við nýjan Axarveg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því að aflagður vegur yfir Öxi verði nýttur sem reiðleið, í samræmi við gildandi aðalskipulag, með þeim fyrirvara að kostnaður sem falli á sveitarfélagið verði óverulegur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag, Jörfi, Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202106006Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir íbúðabyggð ásamt athafnarlóð sunnan við Gerðisfjöru á Borgarfirði, dags 13.5.2022.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Austurvegur 32

Málsnúmer 202203182Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra og ytra byrði Austurvegar 32 á Seyðisfirði. Áformin voru grenndarkynnt í samræmi við bókun á 52. fundi ráðsins til og með 11. maí og bárust engar athugasemdir.
Málsaðili hefur lagt fram nýjar teikningar þar sem þakgerð hefur verið breytt úr valmaþaki í risþak.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til nýrra ganga og málsmeðferð.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að gerðar hafa verið breytingar á hönnun fyrirhugaðra framkvæmda samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að grenndarkynning í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, skuli endurtekin með nýjum gögnum. Sem fyrr nái grenndarkynning til fasteignaeigenda við Austurveg 29, 30 og 34 og við Brekkuveg 3, 4 og 5.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn umafslátt af gjöldum vegna Lónsleiru 11 og 13

Málsnúmer 202112150Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Lónsleiru 11 og 13 á Seyðisfirði um afslátt af gatnagerðargjöldum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu undir 14. lið á 53. fundi ráðsins, 27. apríl 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um stofnun lóðar við Árstíg, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202204123Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um að stofnuð verði ný lóð við Árstíg á Seyðisfirði.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa ákvörðun um stofnun lóðar eða lóða á umræddu svæði, og þá jafnframt hvort gert skuli deiliskipulag á svæðinu, til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra og skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir gagnvart heimastjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um lóð, Austurvegur 24

Málsnúmer 202204114Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Austurvegur 24 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð, Lónsleira 5

Málsnúmer 202205110Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn, dags. 10. maí 2022, um lóðina Lónsleira 5 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um lóð, Vallargata 6

Málsnúmer 202205111Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn, dags. 10. maí 2022, um lóðina Vallargata 6 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um breytingu á staðfangi, Þrándarstaðir 1 lóð 11

Málsnúmer 202205128Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um breytingu á staðfangi Þrándarstaða 1 lóð 11 (L209879). Óskað er eftir að nýtt staðfang verði Sjónarhóll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kanna málið nánar í samráði við Þjóðskrá Íslands og umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Innköllun lóða, Búland 9, Djúpivogur

Málsnúmer 202205129Vakta málsnúmer

Máli frestað til næsta fundar.

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Gleðivík, Lagnir í sjó

Málsnúmer 202203080Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna sjólagna í Gleðivík.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Samgöngustofu, HAUST, Vegagerðarinnar, hafnarstjóra Múlaþings og heimastjórnar Djúpavogs sem náttúruverndarnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Egilssel

Málsnúmer 202202086Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Egilssels (L156985). Minjaskráningu á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði hefur nú verið skilað inn og liggur fyrir ráðinu að afgreiða umsóknina.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Mýrar

Málsnúmer 202202087Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Mýra í Skriðdal (L157433). Grenndarkynningu áformanna lauk þann 11. maí sl. án athugasemda. Minjaskráningu á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði hefur nú verið skilað inn og liggur fyrir ráðinu að afgreiða umsóknina.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Hvanná 1

Málsnúmer 202205025Vakta málsnúmer

Máli frestað til næsta fundar.

17.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Hvanná II og Skeggjastaðir

Málsnúmer 202204098Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Hvannár 2 og Skeggjastaða.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Fiskistofu og Umhverfisstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Framkvæmdir við Borgarfjarðarhöfn

Málsnúmer 202203083Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur framkvæmda- og kosnaðaráætlun vegna framkvæmda við Borgarfjarðarhöfn. Jafnframt er lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur og verkáætlun vegna dýpkun hafnarinnar.

Lagt fram til kynningar.

19.Endurbygging hafskipabryggju Djúpivogur

Málsnúmer 202109017Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samþykki hafnarstjóra fyrir því að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda að loknu útboði vegna fyrirhugaðra framkvæmda við steypu þekju og lagna á hafskipabryggju Djúpavogs.

Lagt fram til kynningar.
Í lok fundar þá þökkuðu Stefán Bogi Sveinsson og Jakob Sigurðsson fulltrúum í ráðinu samstarfið og óskuðu nýju ráði velfarnaðar í sínum störfum.

Fundi slitið - kl. 12:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?