Fara í efni

Reglur íþróttamannvirkja Múlaþings

Málsnúmer 202112163

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 34. fundur - 21.12.2021

Fyrir liggja drög að upplýsingabókum fyrir íþróttamannvirki í Múlaþingi. Er íþrótta- og æskulýðsstjóra falið að vinna áfram að bókunum í samvinnu við forstöðufólk og leggja þær fyrir ráðið fyrri hluta árs 2022.

Ráðið leggur til að í öllum líkamsræktarsölum á vegum sveitarfélagsins verði sama aldurstakmark og að eftirfarandi reglur gildi:
Unglingum í 9. bekk grunnskóla er heimilt að koma eftir áramót í líkamsrækt í Múlaþingi. Er það að undangengnum áfanga í íþróttavali og/eða 3-5 tímum með þjálfara/íþróttakennara í viðkomandi líkamsrækt þar sem farið er í gegnum kennslu á tækum og umgengni í líkamsræktarsal. Þá þarf að vera til staðar undirritað leyfi foreldra.
Grunnskólanemendur fá afsláttarkjör af kortum í líkamsrækt, en frítt er í sund fyrir þennan aldur.

Að auki felur ráðið íþrótta- og æskulýðsstjóra að vinna með forstöðufólki að því að samræma reglur fyrir íþróttamannvirki í sveitarfélaginu á árinu 2022.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 36. fundur - 01.02.2022

Fjölskylduráð hefur endurskoðað ákvörðun sína um aldurstakmark í íþróttamannvirkjum Múlaþings og samþykkir að fresta gildistöku fram á haust 2022. Jafnframt er samþykkt að aldurstakmark í líkamsræktarsali skuli miðast við 9. bekk grunnskóla og taka gildi samhliða upphafi skólaárs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?