Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

36. fundur 01. febrúar 2022 kl. 12:30 - 13:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Kristín Guðveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Erindi til fjölskylduráðs - styrkur vegna íþróttaiðkunar

Málsnúmer 202111204Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi sem barst með tölvupósti 25. nóvember 2021 frá Hrefnu Björnsdóttur og Sverri Rafni Sverrissyni varðandi stuðning við börn og ungmenni í afreksíþróttum.

Fjölskylduráð þakkar Hrefnu og Sverri fyrir erindið og bendir á að úthlutað er fjármagni vegna íþrótta- og tómstundastyrkja fjölskylduráðs í mars og október á hverju ári.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Reglur íþróttamannvirkja Múlaþings

Málsnúmer 202112163Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur endurskoðað ákvörðun sína um aldurstakmark í íþróttamannvirkjum Múlaþings og samþykkir að fresta gildistöku fram á haust 2022. Jafnframt er samþykkt að aldurstakmark í líkamsræktarsali skuli miðast við 9. bekk grunnskóla og taka gildi samhliða upphafi skólaárs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Samningar við íþróttafélög í Múlaþingi 2022

Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningum fyrir árið 2022 við íþróttafélög í Múlaþingi.

Fjölskylduráð felur starfsmanni að klára samninga til eins árs við eftirfarandi félög:
- Ungmennafélagið Neista
- Íþróttafélagið Hugin
- Íþróttafélagið Hött
- Akstursíþróttaklúbbinn Start
- Lyftingafélag Austurlands
- Bogfimideild Skotfélags Austurlands
- Skíðafélagið í Stafdal
- Golfklúbb Seyðisfjarðar
- Golfklúbb Fljótsdalshéraðs
- Ungmennafélagið Þrist

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?