Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Úlfsstaðaskógur

Málsnúmer 202112222

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 42. fundur - 05.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um heimild til breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úlfsstaða sem tók gildi árið 2005. Breytingin snýr að heimild til að byggja bústaði með einhalla þökum á lóðum nr. 5, 9 og 11. Mænishæð yrði áfram í samræmi við gildandi skipulag sem er að hámarki 4,5 m.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með hliðsjón af því að hverfið hefur nánast allt verið byggt og í samræmi við skýra skipulagsskilmála um þakgerð og þegar horft er til þess að breyting á því í samræmi við erindið myndi hafa nokkuð áberandi áhrif á ásýnd hverfisins, telur umhverfis- og framkvæmdaráð ekki rétt að fallast á að veita heimild til breytingar á deiliskipulagi svæðisins í þessa veru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?