Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

42. fundur 05. janúar 2022 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði

1.Ályktun á aðalfundi Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði 28. maí 2021

Málsnúmer 202106184Vakta málsnúmer

Steinar Berg Bjarnason frá fyrirtækinu Valsberg, verkefnastjóri á vegum félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði, kynnti hugmyndir um uppbyggingu íbúðahverfis á Blómabæjarreitnum við Dyngju á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynningu á áhugaverðum tillögum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra áframhaldandi samskipti við málsaðila. Ráðið leggur til að skoðað verði hvort hugmyndirnar rúmist innan þeirra skipulagsbreytinga sem nú er unnið að á svæðinu og felur skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um afslætti af gatnagerðargjöldum fyrir árið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að eftirfarandi tímabundinn afsláttur verði veittur af gatnagerðargjöldum nánar tilgreindra íbúðarlóða á einstökum svæðum innan sveitarfélagsins árið 2022. Forsenda afsláttar er að ekki komi til verulegs kostnaðar sveitarfélagsins við gatnagerð svo unnt verði að byggja á viðkomandi lóðum. Þar sem sveitarfélagið hefur samið um sérstök framlög til húsnæðisverkefna skal afsláttur þessi teljast framlag. Afslættir verða sem hér segir:

Borgarfjörður 80% - með vísan til sjónarmiða um eflingu brothættrar byggðar.
Bakkavegur 5, 6, 22, D, C, G og H og Smáratún. Einnig fjórar lóðir á deiliskipulagssvæði við Jörva og ný lóð milli Bakkavegar 1 og Kögurs (Bakkavegur 0) sem áformað er að verði tilbúnar til úthlutunar á árinu.

Seyðisfjörður 80% - með vísan til afleiðinga náttúruhamfara og þörf fyrir nýtt íbúðahúsnæði.
Oddagata 3 og 5, Múlavegur 51, 52 og 55, Hlíðarvegur 2, 4, 6, 10 og 12.

Hallormsstaður 60% - með vísan til fyrirliggjandi fjárfestingar í gatnagerð á svæðinu.
Réttarkambur 1, 2, 5, 14, 22 og 24 og Fjósakambur 9 og 11.

Djúpivogur 50% - með vísan í þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði.
Borgarland 23, 25 og 46-48 og Markarland 14. Einnig Borgarland 2, 4, 6, 8 og 16 sem áformað er að verði tilbúnar til úthlutunar á árinu.

Egilsstaðir 30% - með vísan til fyrirliggjandi fjárfestingar í gatnagerð á svæðinu.
Hamrar 2, 3, 5, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16 og 17.

Einnig samþykkir ráðið að eftirfarandi ótímabundinn afsláttur verði veittur af gatnagerðargjöldum eftirfarandi lóða á Egilsstöðum.
Bláargerði 1-3 50% - þétting byggðar - staðsetning
Bláargerði 5-7 50% - þétting byggðar - staðsetning

Jafnframt samþykkir ráðið að breyta áður ákveðnum ótímabundnum afslætti fyrir neðangreindar lóðir á Egilsstöðum og í Fellabæ.
Egilssel 4 50% - þétting byggðar - síðasta lóð í götu
Flatasel 8 50% - þétting byggðar - síðasta lóð í götu
Fífuhvammur 2 50% - þétting byggðar - halli á lóð
Fífuhvammur 4 50% - þétting byggðar - halli á lóð

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, útrás og hreinsivirki

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps fyrir nýja vegtengingu og fráveitumannvirki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalskipulagsbreyting, Álfaás á Völlum

Málsnúmer 202108068Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Álfaáss á Völlum. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember til 31. desember 2021. Minjastofnun Íslands gerði ekki athugasemd í umsögn sinni um tillöguna og engar athugasemdir bárust frá almenningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsáætlun í samræmi við ákvæði 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiliskipulag, Álfaás

Málsnúmer 202103149Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Álfaás á Völlum. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember til 31. desember 2021 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en bregðast þarf við ábendingum sem komu fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta gera viðeigandi lagfæringar á orðalagi í greinargerð tillögunnar. Ráðið samþykkir að öðru leyti fyrirliggjandi skipulagsáætlun í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulagsbreyting, Eyjólfsstaðaskógur, sumarbústaðasvæði

Málsnúmer 202107065Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur á ný tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sumarbústaðarsvæðis í Eyjólfsstaðaskógi frá árinu 1995. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. nóvember til 22. desember í samræmi við bókun ráðsins frá 17. nóvember 2021. Engar athugasemdir bárust eftir grenndarkynningu. Umsögn Minjastofnunar Íslands við skipulagsbreytinguna liggur ekki fyrir en er væntanleg fyrir næsta fund heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem málið verður afgreitt.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsáætlun með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Úlfsstaðaskógur

Málsnúmer 202112222Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um heimild til breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úlfsstaða sem tók gildi árið 2005. Breytingin snýr að heimild til að byggja bústaði með einhalla þökum á lóðum nr. 5, 9 og 11. Mænishæð yrði áfram í samræmi við gildandi skipulag sem er að hámarki 4,5 m.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með hliðsjón af því að hverfið hefur nánast allt verið byggt og í samræmi við skýra skipulagsskilmála um þakgerð og þegar horft er til þess að breyting á því í samræmi við erindið myndi hafa nokkuð áberandi áhrif á ásýnd hverfisins, telur umhverfis- og framkvæmdaráð ekki rétt að fallast á að veita heimild til breytingar á deiliskipulagi svæðisins í þessa veru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Brennistaðir 4

Málsnúmer 202112031Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform að Brennistöðum 4 (L231321). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs en ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Birnufell 1 Lóð 1

Málsnúmer 202010240Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform að Birnufelli 1/Lóð 1 (L156983). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs en ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um lóð, Bakkavegur 0, Borgarfjörður

Málsnúmer 202111223Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að stofnuð verði ný lóð við það sem nefnt hefur verið Bakkavegur 0 á Borgarfirði eystri (milli Kögurs og Bakkavegar 1). Jafnframt er óskað eftir að heimilt verði að reisa þar 3 íbúðarhús, hvert um sig 52m2 að stærð. Umrætt svæði er skilgreint í Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 sem íbúðasvæði að hluta og landbúnaðarsvæði að hluta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita umsækjendum vilyrði fyrir lóðinni með vísan til þess að áform þeirra eru til þess fallin að styðja við atvinnulíf í brothættri byggð. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að nauðsynlegri breytingu á aðalskipulagi sem miðist að því að reiturinn verði allur skilgreindur með landnotkun sem íbúðasvæði. Að því loknu og þegar lóðin verður stofnuð verði samið við umsækjendur um lóðina með vísan til c-liðar 3. gr. Samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi.
Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu ákvörðunar um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lóð, Klettasel 1

Málsnúmer 202111156Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Klettasel 1 á Egilsstöðum, dags. 22. nóvember sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar. Í ljósi stöðu á húsnæðismarkaði, og sbr. heimild í b) lið 3. gr. samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi, er úthlutunin gerð með fyrirvara um að umsækjandi leggi fram innan 15 virkra daga staðfestingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun sem sýnir fram á að umsækjandi geti fjármagnað framkvæmdirnar. Verði staðfestingu ekki skilað innan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um lóð, Klettasel 3

Málsnúmer 202112199Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Klettasel 3 á Egilsstöðum, dags. 21. desember sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar. Í ljósi stöðu á húsnæðismarkaði, og sbr. heimild í b) lið 3. gr. samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi, er úthlutunin gerð með fyrirvara um að umsækjandi leggi fram innan 15 virkra daga staðfestingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun sem sýnir fram á að umsækjandi geti fjármagnað framkvæmdirnar. Verði staðfestingu ekki skilað innan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um lóð, Fjóluhvammur 4a og 4b

Málsnúmer 202112200Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðirnar Fjóluhvammur 4a og 4b í Fellabæ dagsett 20.12.2021. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir parhúsi en sótt er um heimild til að byggja þar einbýlishús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita umsækjendum vilyrði fyrir lóðinni og heimilar þeim að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Lóðinni verður úthlutað til umsækjenda þegar skipulagsbreyting hefur tekið gildi. Málið verður lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð að nýju þegar tillaga að breytingu á deiliskipulagi liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um landskipti, tilfærsla á lóðamörkum, Suðurgata 8b

Málsnúmer 202111141Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að lóðablaði með lagfærðum lóðamörkum við Suðurgötu 8b á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um landskipti, Gröf sumarbústaður

Málsnúmer 202112077Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem landeigendur að sumarbústaðalandi í Gröf, L158093, óska eftir breytingu á landamerkjum svo koma megi fyrir girðingu án þess að hefta aðgengi að vegslóða í landi sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa, fundargerðir

Málsnúmer 202104016Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 12. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?