Fara í efni

Umsókn um lóð, Borgarland 46-48, Djúpivogur

Málsnúmer 202201098

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 44. fundur - 26.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð að Borgarlandi 46-48 dagsett 19. janúar 2022. Í umsókninni er óskað eftir því að fá lóðinni úthlutað undir byggingu raðhúss í stað parhúss eins og hún er skilgreind í gildandi deiliskipulagi fyrir efsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til umsóknarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita umsækjendum vilyrði fyrir lóðinni og heimilar að unnin verði breyting á deiliskipulagi fyrir efsta hluta Borgarlands. Lóðinni verður úthlutað til umsækjenda þegar skipulagsbreyting hefur tekið gildi. Málið verður lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð að nýju þegar tillaga að breytingu á deiliskipulagi liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?