Fara í efni

Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þátttöku og

Málsnúmer 202201170

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 44. fundur - 15.02.2022

Fyrir lá bréf frá Umboðsmanni barna varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi erindi frá Umboðsmanni barna og vísar því til fjölskylduráðs og ungmennaráðs til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Ungmennaráð Múlaþings - 12. fundur - 21.02.2022

Fyrir ungmennaráði lá bréf frá Umboðsmanni barna varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.

Ungmennaráð Múlaþings tekur heilshugar undir þær áherslur sem koma fram í fyrirliggjandi bréfi frá Umboðsmanni barna og hrósar byggðaráði fyrir að hafa vísað málinu til ungmennaráðs. Að gefnu tilefni minnir ungmennaráð á mikilvægi þess að Múlaþing verði barnvænt sveitarfélag eins fljótt og auðið er.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?