Fara í efni

Umsókn um lóð, Miðás 17, Egilsstaðir

Málsnúmer 202202020

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 47. fundur - 23.02.2022

Hannes Karl Hilmarsson vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu í málinu sem starfsmaður Eimskips. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða og vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Eimskip dagsett 2. febrúar 2022 um lóðina Miðás 17 (L157901) á Egilsstöðum. Jafnframt er óskað eftir því að hún verði sameinuð lóð fyrirtækisins við Miðás 19-21.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?