Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

47. fundur 23. febrúar 2022 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Áheyrnarfulltrúi M-lista (HKH) sat fundinn undir liðum nr. 1 -7.

1.Innsent erindi, knatthús á Seyðisfirði

Málsnúmer 202201117Vakta málsnúmer

Áhugasamir aðilar tengdust inn á fund umhverfis- og framkvæmdaráðs og kynntu fyrir ráðinu hugmyndir sínar um knatthús á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að kalla eftir viðbrögðum við hugmyndinni frá stjórn Íþróttafélagins Hugins, stjórn Knattspyrnudeildar Hugins og heimastjórn Seyðisfjarðar.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Birkir Pálsson - mæting: 10:00
  • Rúnar Freyr Þórhallsson - mæting: 10:00

2.Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps er varða lóðarstækkun við Bakkaflöt, breytta landnotkun við Jörfa og nýja efnisnámu í Fjarðará. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til lýsingarinnar og kynningar á henni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um lóð, Miðás 17, Egilsstaðir

Málsnúmer 202202020Vakta málsnúmer

Hannes Karl Hilmarsson vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu í málinu sem starfsmaður Eimskips. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða og vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Eimskip dagsett 2. febrúar 2022 um lóðina Miðás 17 (L157901) á Egilsstöðum. Jafnframt er óskað eftir því að hún verði sameinuð lóð fyrirtækisins við Miðás 19-21.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um byggingarheimild, spennistöð, Víkurland 17, 765

Málsnúmer 202202001Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna spennistöðvar að Víkurlandi 17 (L223454). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Djúpavogshrepps þar sem lóðin er innan svæðis sem skilgreint er fyrir þjónustustofnanir. Aðliggjandi svæði er skilgreint sem athafnasvæði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af skilgreindri landnotkun umrædds svæðis í aðalskipulagi samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Úlfsstaðaskógur 5, 9 og 11

Málsnúmer 202202132Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir heimild til að víkja frá skipulagsskilmálum á lóðum nr. 5, 9 og 11 í Úlfsstaðaskógi. Gildandi deiliskipulag vegna frístundabyggðar í landi Úlfsstaða er frá árinu 2005 en í því er gert ráð fyrir að hámarks mænishæð bygginga sé 4,5 metrar. Óskað er eftir heimild til að byggja þrjú sumarhús á tilgreindum lóðum með mænishæð 4,95 metrar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur nýtt lóðablað vegna nýrrar lóðar við Austurveg 24 á Seyðisfirði ásamt drögum að byggingarskilmálum lóðarinnar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Innsent erindi, Hamarsvirkjun

Málsnúmer 202108056Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Stefáni Skafta Steinólfssyni varðandi hugmyndir um virkjun í Hamarsdal, sem hann er alfarið mótfallinn.

Lagt fram til kynningar.


Fulltrúi V-lista (PH) lagði fram eftirfarandi bókun:
Erindi Stefáns Skafta Steinólfssonar er góð áminning um að samfélagsleg sátt er einn af hornsteinum hvers samfélags. Skýrsla verkefnisstjórnar um 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landssvæða 2017 - 2021 byggir m.a. á og vitnar í viðtöl við fólk sem nú eru kjörnir fulltrúar í Múlaþingi. Um Hamarsvirkjum segir m.a. þetta í skýrslunni: "Vísbendingar eru komnar fram um að virkjunin geti orðið umdeild vegna umhverfisáhrifa og þannig valdið róti í samfélaginu. Kynning er lítil enn sem komið er sem eykur óvissu um áhrif að þessu leyti". Sem stendur er Hamarsvirkjun ekki valkostur samkvæmt rammaáætlun, nokkuð sem við öll þurfum að virða. Þá skal það áréttað að land sem um ræðir og fer undir virkjun ef af verður er a.m.k. að miklu í eigu ríkisins og því í raun sameign þjóðarinnar. Sveitarfélög og náttúruverndarnefndir geta valið að verða vörslumenn slíks lands, vilji þær það og velji. Varnaðarorð Stefáns Skafta eru mögulega fyrsti smjörþefurinn af þeim klofningi sem vel er þekktur og orðið getur meðal íbúa sveitarfélags um virkjanamál eins og hér um ræðir og þekkt er m.a. frá Kárahnjúkadeilunni. Það var þá, en nú og í anda íbúalýðræðis sem einmitt er hluti þess grunns sem okkar nýja sveitarfélag var stofnað á, þá viljum við atstýra slíku klofningi ef hægt er. Því hvet ég sveitarstjórn Múlaþings til að taka erindi Stefáns Skafta Steinólfssonar alvarlega, enda þarft að samtal og kynning varðandi þennan hugsanlega og trúlega umdeilda virkjanakost eigi sér stað.

8.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál

Málsnúmer 202202071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá nefndasviði Alþingis tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. Mál. Einnig liggja fyrir fundinum drög að umsögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta senda umsögnin á nefndasvið Alþingis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá nefndasviði Alþingis tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 812003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál.

Málsnúmer 202202101Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá nefndasviði Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur heilshugar undir markmið tillögunnar um að óslitið fjarskiptasamband á þjóðvegum landsins. Reynslan sýnir að þar er víða pottur brotinn og eftir því sem búnaður fjarskiptafyrirtækja eldist fer staðan versnandi. Ráðið vill einnig benda á að ekki er síður brýnt að tryggja fullnægjandi farsímasamband í heimahúsum og á vinnustöðum í dreifbýli. Þar vantar oft mikið upp á jafnvel þó ásættanlegt samband sé á þjóðveginum við húsin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?