Fara í efni

Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 812003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál.

Málsnúmer 202202101

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 47. fundur - 23.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá nefndasviði Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur heilshugar undir markmið tillögunnar um að óslitið fjarskiptasamband á þjóðvegum landsins. Reynslan sýnir að þar er víða pottur brotinn og eftir því sem búnaður fjarskiptafyrirtækja eldist fer staðan versnandi. Ráðið vill einnig benda á að ekki er síður brýnt að tryggja fullnægjandi farsímasamband í heimahúsum og á vinnustöðum í dreifbýli. Þar vantar oft mikið upp á jafnvel þó ásættanlegt samband sé á þjóðveginum við húsin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?