Fara í efni

Samtaka um hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 202202185

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48. fundur - 02.03.2022

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að sambandið hafi sett á fót verkefnið „Samtaka um hringrásarhagkerfið“. Sveitarfélögum er gefinn kostur á að skrá sig til þátttöku í einum eða fleiri hlutum þess til og með 11. mars. Verkefnahlutarnir eru:
1) Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku
2) Kaup í anda hringrásarhagkerfisins - innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga
3) Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Múlaþing skrái sig til þátttöku í öllum hlutum verkefnisins og felur verkefnastjóra umhverfismála að ganga frá skráningu og jafnframt að vera tengiliður sveitarfélagsins vegna verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?