Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

48. fundur 02. mars 2022 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Í upphafi fundar bar formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs upp tillögur að breyttri dagskrá þar sem mál nr. 202111233, Deiliskipulag, Selbrún, Fellabæ yrði tekið af dagskrá og máli nr. 202202185, Samtaka um hringrásarhagkerfi verði bætt við dagskrána. Breytingarnar voru samþykktar samhljóða og uppfærðist röð fundarmála samkvæmt því.

1.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, útrás og hreinsivirki

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsögn Vegagerðarinnar, dagsett 27. janúar 2022, við skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna nýrrar vegtengingar, útrásar og hreinsivirkis. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til umsagnarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til umsagnar Vegagerðarinnar að leggja til við sveitarstjórn að sótt verði um nýja vegtengingu fyrir Djúpavog í samræmi við fyrirliggjandi áform um breytingu á aðalskipulagi.

Málið er að öðru leyti áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum. Lýsingin var kynnt frá 17. nóvember til 3. desember 2021.
Fyrir ráðinu liggur að fjalla um útmörk skipulagssvæðisins og skilgreiningu svæða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að við gerð vinnslutillögu verði útmörk breytingarinnar til suðurs miðuð við lóðamörk við Dyngju annars vegar og götuna Blómvang hins vegar. Í vinnslutillögu verði tekin afstaða til skilgreiningar syðsta hluta svæðisins og horft til hugmynda um íbúðabyggð og þjónustustarfsemi, eftir því sem raunhæft er talið. Þá samþykkir ráðið að gera ráð fyrir hverfisvernd Gálgakletts í vinnslutillögunni.

Málið er áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Þúfuhraun

Málsnúmer 202110146Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Búlandstindi ehf., dagsett 21. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið geri breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna aukinna umsvifa á svæðinu við Innri Gleðivík og uppbyggingu hafnarsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til erindis Búlandstinds að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi sem geri ráð fyrir stækkun á hafnar- og athafnasvæðinu í framhaldi af kassaverksmiðju fyrirtækisins við Innri Gleðivík. Samhliða verði unnið að frumhönnun á nýrri höfn sem verði hluti af breytingunni. Á svæðinu er í gildi hverfisvernd sem gerð verður breyting á eftir því sem nauðsynlegt er með tilliti til áforma um uppbyggingu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (HÞ sat hjá).

Fulltrúi V-lista(PH) lagði fram eftirfarandi bókun:
Samtímis því sem sú uppbygging sem hér um ræðir í tengslum við vaxandi laxeldi er þörf, þá er mikilvægt að gera ráð fyrir því að til lengri tíma muni hagsmunir samfélagsins á Djúpavogi kalla á það að draga úr fiskvinnslugengdum umsvifum við núverandi hafnarsvæði við voginn og flytja fremur inn að svæðinu við Gleðivík. Samtal um slíkt er því æskilegt milli skipulags- og sveitarstjórnaryfirvalda og hagsmunaaðila.

4.Aðalskipulagsbreyting, Úlfsstaðir, frístundabyggð

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing, dagsett 15. febrúar 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og deiliskipulag vegna nýrrar frístundabyggðar í landi Úlfsstaða á Völlum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með vísan til erindis landeiganda, að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir nýju svæði fyrir frístundabyggð í landi Úlfsstaða á Völlum og að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 1. mgr. 30. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu hvað varðar breytingu á aðalskipulagi.

Jafnframt samþykkir ráðið að heimila að unnið verði að gerð deiliskipulags samhliða framangreindri breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 38. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010, og að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna þess hluta verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. sömu laga.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal. Lýsingin var kynnt almenningi frá 17. nóvember til 11. desember 2021 og bárust engar athugasemdir.

Akstursíþróttafélagið START tilkynnti fyrirhugaða framkvæmd til Skipulagsstofnunar 14. desember 2021 samkvæmt 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr. lið 11.01 í 1. viðauka laganna. Skipulagsstofnun tilkynnti 9. febrúar síðast liðinn að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur jafnframt vinnslutillaga aðalskipulagbreytingarinnar, dags. 25.2.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verð kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. laga númer 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108147Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfi- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, uppdráttur dagsettur 25. febrúar 2022 og greinagerð dagsett 28. febrúar 2022, fyrir deiliskipulag vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli á Eyvindarárdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verð kynnt samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi, sbr. 4. mgr. 40. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Fjósakambur 4, Hallormsstað

Málsnúmer 202202150Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Fjósakamb 4 (L157501) á Hallormsstað. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en í gildandi deiliskipulagi af svæðinu er ekki gert ráð fyrir byggingu bílskúrs. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að erindið verði grenndarkynnt. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda Fjósakambs 2, 5 og 6.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Nýjar lóðir, Djúpivogur, Borgarland, neðsti hluti

Málsnúmer 202011081Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi Borgarland, neðsta hluta, tók gildi með birtingu í b-deild Stjórnartíðinda þann 15. febrúar 2022. Með breytingunni verða til 5 nýjar einbýlishúsalóðir við Borgarland. Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um auglýsingu lóðanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að framangreindar lóðir verði auglýstar til úthlutunar samkvæmt ákvæðum a-liðar 3. gr. samþykktar um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Umsóknarfrestur verði til og með 24. mars næstkomandi og lóðum úthlutað á næsta fundi ráðsins þar á eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju lóðablað vegna nýrrar lóðar við Austurveg 24 á Seyðisfirði ásamt uppfærðum byggingarskilmálum lóðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að byggingarskilmálum lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að færa þá inn og ganga frá lóðarblaði að öðru leyti.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var á móti (OBD).

Fulltrúi D-lista (OBD) lagði fram eftirfarandi bókun:
Þeir skilmálar sem settir eru varðandi lóð á Austurvegi 24 eru til þess fallnir að vera hamlandi. Sú hugmynd að viðhalda einhverri ákveðinni götumynd, m.a. með tiltekinni þakgerð, á ekki við þar sem þau hús sem við Austurveg standa eru þegar að öllum gerðum og stærðum. Skilmálarnir eru of þröngir, sér í lagi ef til þess er litið að ákveðin húsgerð er tiltekin (tvær hæðir). Þar með geta skilmálarnir talist fráhrindandi og ef ætlunin er að hægt sé að sækja um undanþágu eru skilmálarnir aðeins til að tefja umsóknarferli.
Störf nefnda og stjórnsýslu Múlaþings ætti að vera í eðli sínu að leysa og auðvelda málefni íbúa en ekki að leggja stein í götu þeirra með óþarfa forræðishyggju.

10.Ósk um afstöðu Múlaþings til uppbyggingu á Lónsleiru Seyðisfirði

Málsnúmer 202111057Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka til umfjöllunar að nýju lóðir við Lónsleiru 1, 3 og 5 á Seyðisfirði sem ráðið lét taka út af lista yfir lausar lóðir þann 1. desember 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta færa lóðirnar við Lónsleiru 1, 3 og 5 aftur á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Skil á lóð, Hamrar 16

Málsnúmer 202111094Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Hamra 16 á Egilsstöðum, dagsett 23. febrúar 2022, þar sem lóðinni er skilað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar úthlutun lóðarinnar og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta færa hana á ný á lista yfir lausar lóðir, með þeim afslætti sem áður var samþykktur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Samtaka um hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 202202185Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að sambandið hafi sett á fót verkefnið „Samtaka um hringrásarhagkerfið“. Sveitarfélögum er gefinn kostur á að skrá sig til þátttöku í einum eða fleiri hlutum þess til og með 11. mars. Verkefnahlutarnir eru:
1) Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku
2) Kaup í anda hringrásarhagkerfisins - innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga
3) Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Múlaþing skrái sig til þátttöku í öllum hlutum verkefnisins og felur verkefnastjóra umhverfismála að ganga frá skráningu og jafnframt að vera tengiliður sveitarfélagsins vegna verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Fundargerð 442. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
Jafnframt er lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu berast fyrir 1. apríl næstkomandi.

Frestað til næsta fundar.

14.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni), 350. mál.

Málsnúmer 202202170Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni), 350. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?