Fara í efni

Innsent erindi, Fyrirspurn um skipulagsmál á Eiðum

Málsnúmer 202203061

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þórhalli Pálssyni dagsett 4. mars 2022 þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi skipulagsmál á Eiðum og hvernig gistirekstur þar samræmist gildandi skipulagsskilmálum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að sveitarfélagið veitir ekki starfs- eða rekstrarleyfi fyrir gistirekstri, en veitir viðkomandi leyfisveitendum umsagnir sé eftir þeim kallað. Löng hefð er fyrir því að skólahúsnæði hýsi gistingu, í það minnsta hluta úr ári og finnast dæmi um það víðar í sveitarfélaginu þó að skilgreind landnotkun í aðalskipulagi sé svæði fyrir þjónustustofnanir. Að undanförnu hefur við umsagnir sveitarfélagsins verið litið til nýrra landnotkunarflokka samkvæmt skipulagsreglugerð og hefur með hliðsjón af þeim veitt jákvæða umsögn um gistirekstur á viðkomandi svæðum á Eiðum.

Ráðið telur þó að í ljósi þess að skólastarf hefur verið lagt af á Eiðum sé eðlilegt að skipulag á svæðinu endurspegli betur núverandi nýtingu. Ekkert deiliskipulag er í gildi á Eiðum en vinna er hafin við undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert verði ráð fyrir breyttri landnotkun til samræmis við núverandi starfsemi, meðal annarra atriða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?