Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

49. fundur 16. mars 2022 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Fundargerð 442. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
Jafnframt er lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu berast fyrir 1. apríl næstkomandi. Fram kom á fundinum að tekjufall sem ársreikningurinn sýnir er til komið vegna ákvörðunar Hafnasambandsþings árið 2020 um að lækka árgjöld til aðildarhafna 2021 og 2022 til að ganga á eigið fé sem safnast hafði upp hjá sambandinu. Hafnastjóri sat fundinn undir liðnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að ársreikningi. Ráðið leggur til að Múlaþing sækist eftir að fá fulltrúa inn í stjórn Hafnasambands Íslands þegar kosið verður til stjórnar á Hafnasambandsþingi sem fram fer 27.-28. október. Hafnastjóra er falið að fylgja málinu eftir.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Gestir

 • Björn Ingimarsson

2.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja gögn varðandi stöðu máls við breytingu á hafnarsvæði í aðalskipulagi Seyðisfjarðar. Hafnastjóri sat fundinn undir liðnum.

Málið er í vinnslu.

Gestir

 • Björn Ingimarsson

3.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Þúfuhraun

Málsnúmer 202110146Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps við Þúfuhraun. Hafnastjóri sat fundinn undir liðnum.

Málið er í vinnslu.

Gestir

 • Björn Ingimarsson

4.Laxeldi á Seyðifirði

Málsnúmer 202101050Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Seyðisfjarðar frá fundi hennar 7. mars 2022 þar sem lagt var fram erindi frá VÁ! félagi um vend fjarðar varðandi 10.000 tonna fiskeldi í Seyðisfirði. Heimastjórn vísaði erindinu til faglegrar umræðu og afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdaráði. Hafnastjóri sat fundinn undir liðnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að við meðferð Matvælastofnunar á umsókn um rekstrarleyfi fyrir laxeldi í Seyðisfirði verði haft samráð við hafnaryfirvöld varðandi þá þætti sem að höfninni snúa. Með vísan til þess að Vegagerðin hefur, í umsögn sinni til Skipulagsstofnunar, óskað eftir samráði við hafnaryfirvöld varðandi merkingar á siglingaleiðum innan hafnarsvæðis Seyðisfjarðar í tengslum við umsókn um rekstrarleyfi fyrir fiskeldi í firðinum, felur ráðið hafnastjóra að setja sig í samband við Vegagerðina til að hefja slíkt samráð.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (PH) sat hjá.

Fulltrúi V-lista (PH) lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna mikillar andstöðu meðal Seyðfirðinga við áform um laxeldi í Seyðisfirði telur Skipulagsstofnun að eldið geti að óbreyttu haft talsverð eða verulega neikvæð samfélagsleg áhrif. Álykta má að slíkt gæti mögulega leitt til atgerfislótta, ekki síst úr röðum þess fólks sem árum saman hefur gert sitt til að byggja seyðisfirskt samfélag ekki síst á menningu, listum, rannsóknum og ferðamannaþjónustu. Forsvarsmenn laxeldisins hafa sýnt íbúum og sveitarfélagi þá lítilsvirðingu að bjóða fyrst til upplýsinga- og kynningarfundar fyrir nokkrum dögum, nær 7 árum eftir upphaf eldisáforma og 10 mánuðum eftir að sveitarstjórn beindi því sérstaklega til þeirra að halda slíkan fund. Ég hvet sveitarstjórn Múlaþings, á grunni íbúalýðræðis annars vegar og af virðingu við lífríki og náttúru hins vegar, að gera nú þegar allt sem í hennar valdi stendur til að stöðva endanlega öll áform um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, eða að lágmarki að beita sér fyrir að gerð verði vönduð könnun á meðal íbúa á viðhorfi til eldisins.

Gestir

 • Björn Ingimarsson

5.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Að beiðni fulltrúa í ráðinu eru málefni Gamla ríkisins á Seyðisfirði tekin á dagskrá fundar og farið yfir stöðu verkefnisins. Sveitarstjóri sat fundinn undir liðnum. Fram kom að ákveðið hefði verið að bíða eftir kynningu á frummatsskýrslu vegna ofanflóðavarna áður en verkefninu yrði framhaldið. Von er á þeirri kynningu í byrjun apríl.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Björn Ingimarsson

6.Innsent erindi, Fyrirspurn um skipulagsmál á Eiðum

Málsnúmer 202203061Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þórhalli Pálssyni dagsett 4. mars 2022 þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi skipulagsmál á Eiðum og hvernig gistirekstur þar samræmist gildandi skipulagsskilmálum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að sveitarfélagið veitir ekki starfs- eða rekstrarleyfi fyrir gistirekstri, en veitir viðkomandi leyfisveitendum umsagnir sé eftir þeim kallað. Löng hefð er fyrir því að skólahúsnæði hýsi gistingu, í það minnsta hluta úr ári og finnast dæmi um það víðar í sveitarfélaginu þó að skilgreind landnotkun í aðalskipulagi sé svæði fyrir þjónustustofnanir. Að undanförnu hefur við umsagnir sveitarfélagsins verið litið til nýrra landnotkunarflokka samkvæmt skipulagsreglugerð og hefur með hliðsjón af þeim veitt jákvæða umsögn um gistirekstur á viðkomandi svæðum á Eiðum.

Ráðið telur þó að í ljósi þess að skólastarf hefur verið lagt af á Eiðum sé eðlilegt að skipulag á svæðinu endurspegli betur núverandi nýtingu. Ekkert deiliskipulag er í gildi á Eiðum en vinna er hafin við undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert verði ráð fyrir breyttri landnotkun til samræmis við núverandi starfsemi, meðal annarra atriða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Húsnæði fyrir eldri borgara á Egilsstöðum

Málsnúmer 202106184Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fundargerð, dagsett 16. febrúar 2022, frá fundi starfshóps innan félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði um byggingu íbúða fyrir aldraða í miðbæ Egilsstaða. Einnig liggja fyrir fundinum punktar frá fundi fulltrúa starfshópsins með framkvæmda- og umhverfismálastjóra og formanni umhverfis- og framkvæmdaráðs sama dag. Í fyrrgreindri fundargerð eru lagðar fram nokkrar spurningar sem varða byggingarskilmála á lóðinni að Miðvangi 8 á Egilsstöðum og snúa þær að eftirtöldum atriðum:
- Hvort fjölga megi íbúðum í húsinu.
- Hvort færa megi byggingarreit til norðausturs nær horni Lagaráss og Miðvangs og gera ráð fyrir bílastæðum suðvestan við húsið nær Miðvangi 6.
- Hvort breyta mætti innkeyrslu í bílakjallara.
- Hvort heimilt sé að sleppa gróðri á þaki hússins.
- Hvort breyta megi útlitsskilmálum hússins með það að í huga að lækka byggingarkostnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar áhuga starfshópsins á uppbyggingu íbúða á lóðinni við Miðvang 8 og lýsir yfir áhuga á samstarfi við hópinn um verkefnið. Ráðið telur að koma megi til móts við öll þau atriði sem fram koma í fundargerð starfshópsins, þó þannig að leitast verði við að bílastæði verði sem mest í kjallara undir húsi og lóð og að breytingar á skilmálum gangi ekki þvert gegn þeirri grundvallarhugmynd skipulagsins að leggja áherslu á göngutengingar í miðbæ Egilsstaða. Ráðið leggur til að hópurinn útfæri tillögur sínar nánar og leggi fyrir skipulagsfulltrúa svo koma megi mögulegum breytingum á skilmálum skipulagsins í formlegt afgreiðsluferli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulagsbreyting, Hvammar í Fellabæ

Málsnúmer 202201053Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ þar sem gert er ráð fyrir einbýlishúsalóð í stað parhúsalóðar að Fjóluhvammi 4.
Breytingin var grenndarkynnt í samræmi við ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2. febrúar til 7. mars 2022. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til athugasemdar sem barst á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ, ásamt fyrirliggjandi drögum að umsögn um fram komnar athugasemdir, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð, Lónsleira 3

Málsnúmer 202203059Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn, dagsett 6. mars 2022, um lóðina Lónsleira 3 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda, Vallargata 2, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202201005Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur sameiginlegt erindi, dagsett 9. mars 2022, frá Leigufélaginu Bríet ehf. og MVA ehf. þar sem óskað er eftir niðurfellingu eða lækkun á gatnagerðargjaldi vegna lóðarinnar Vallargata 2 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð áréttar að gatnagerðargjöld eru sá tekjustofn sem sveitarfélögum er ætlaður til að standa straum af kostnaði við gatnagerð, sem getur verið verulegur þegar um er að ræða ný byggingarsvæði líkt og hér um ræðir. Að því sögðu telur ráðið afar brýnt að sem fyrst verði ráðist í byggingarframkvæmdir við Vallargötu sem svarað geta brýnni þörf á Seyðisfirði, ekki síst fyrir leiguhúsnæði eins og hér eru áform um að byggja. Ráðið tekur því jákvætt í erindið og felur formanni ráðsins og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að móta tillögu að því hvernig bregðast megi við því, sem lögð verði fyrir næsta fund ráðsins til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til afsláttar vegna nýrrar lóðar við Hlíð 11 á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til samþykktar ráðsins um afslátt af öðrum tilgreindum íbúðalóðum á Djúpavogi og með þeim skilmálum sem þar eru tilgreindir, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að veittur verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum vegna lóðarinnar að Hlíð 11 á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um landskipti, Eiðar, 5 lóðir

Málsnúmer 202203091Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsóknir um stofnun fimm lóða úr landi Eiða (L158058). Fá þær heitin Miðgarður, Mikligarður, Útgarður, Þórarinshús og Verknámshús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um landskipti, Eyjólfsstaðaskógur 1

Málsnúmer 202203055Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skiptingu á lóðinni Eyjólfsstaðaskógur 1 (L157470) í þrennt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Samþykkt um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Að beiðni fulltrúa í ráðinu er tekin til umfjöllunar fyrirspurn um breytingu á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi. Breytingin snýr að skil á lóð samkvæmt b) lið 3. greinar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að breyting verði gerð á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi þess efnis að þegar úthlutun lóðar gengur ekki eftir, lóð er skilað eða úthlutun er afturkölluð í samræmi við ákvæði samþykktarinnar, skulu lóðirnar sjálfkrafa færðar á lista yfir lausar lóðir, hafi þær verið þar við úthlutun, og það tilkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Ekki verði gert ráð fyrir atbeina umhverfis- og framkvæmdaráðs hvað þetta varðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Matsáætlun Geitdalsárvirkjunar

Málsnúmer 202203079Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um matsáætlun sem Geitdalsárvirkjun ehf. hefur lagt fram til stofnunarinnar vegna umhverfismats fyrirhugaðrar Geitdalsárvirkjunar. Umsagnarbeiðnin verður afgreidd af heimastjórn Fljótsdalshéraðs. Jafnframt gerðu formaður ráðsins og skipulagsfulltrúi grein fyrir forsamráðsfundi sem Skipulagsstofnun boðaði til vegna verkefnisins. Einnig liggur fyrir fundinum, samkvæmt ósk fulltrúa í ráðinu, samkomulag ríkisins og sveitarfélagsins um skiptingu á endurgjaldi fyrir vatnsréttindi og afnot af landi í tengslum við verkefnið, verði það að veruleika.

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúi V-lista (PH) lagði fram eftirfarandi bókun:
Á sama tíma og mikilvægt er að vinna að umhverfismati vegna áforma Geitdalssárvirkjunar ehf um Geitdalsárvirkjun, þá tel ég og vil á þessu stigi máls taka fram að umrætt svæði sé til lengri tíma mikilvægara sem ósnortið en virkjað.

16.Ósk um umsögn, Aðalskipulag Skútustaðahrepps, Efnistaka í Garði

Málsnúmer 202203081Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá Skútustaðahreppi við skipulags- og matslýsingu breytingar á aðalskipulagi vegna efnistöku í Garði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Það er mat umhverfis- og framkvæmdaráðs að fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps hafi ekki áhrif í Múlaþingi. Sveitarfélagið mun ekki veita frekari umsögn um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?