Fara í efni

Umsögn um tækifærisleyfi Menntaskólans á Egilsstöðum sem halda á 18.mars 2022 -19. mars 2022 á Aski Taproom, Fagradalsbraut 25,

Málsnúmer 202203092

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 20. fundur - 24.03.2022

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi, dagsett 9. mars 2022, frá Árna Ólasyni Egilsstöðum, vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna lokaðs menntaskóladansleiks sem haldinn verður í Ask Taproom Fagradalsbraut 25 Egilsstöðum. 25. mars 2022, frá kl. 22.00 til 01.00. Ábyrgðarmaður er Árni Ólason.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum á Austurlandi og Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs veitir jákvæða umsögn um veitingu þessa tækifærisleyfis, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir frá lögreglu, brunaeftirliti og heilbrigðiseftirliti. Jafnframt er staðfest að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og fyrirhugaður opnunartími er innan marka sem fram koma í lögreglusamþykkt.

Meðfylgjandi eru jákvæðar umsagnir Brunavarna á Austurlandi og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?