Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

20. fundur 24. mars 2022 kl. 15:00 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður heimastjórnar eftir því að formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs kæmi inn á fundinn til að fara yfir stöðu nokkurra skipulagsverkefna og var það samþykkt samhljóða.
Eftir þá kynningu yfirgaf formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs fundinn.

1.Fyrirspurn um Ánastaði og Jórvík

Málsnúmer 202112058Vakta málsnúmer

Fyrir liggja frekari svör, dagsett 9. mars 2022, við spurningum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs vegna málsins.
Málið var síðast á dagskrá heimastjórnar 8. febrúar 2022.

Lagt fram til kynningar og málið er áfram í vinnslu.

2.Erindi frá NAUST til heimastjórna Múlaþings vegna náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202203112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, dagsett 8. mars 2022, þar sem óskað er eftir upplýsingum um störf náttúruverndarnefndar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að undirbúa drög að svörum við erindi Náttúruverndarsamtaka Austurlands og leggja fyrir heimastjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Deiliskipulagsbreyting, Hvammar í Fellabæ

Málsnúmer 202201053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ þar sem gert er ráð fyrir einbýlishúsalóð í stað parhúsalóðar að Fjóluhvammi 4.
Breytingin var grenndarkynnt í samræmi við ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2. febrúar til 7. mars 2022 og barst ein athugasemd á kynningartíma.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ, ásamt fyrirliggjandi drögum að umsögn um fram komnar athugasemdir, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir tillögur umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur skipulagssviði að senda umsagnir við innsendum erindum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um landskipti, Eiðar, 5 lóðir

Málsnúmer 202203091Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um stofnun fimm lóða úr landi Eiða (L158058). Fá þær heitin Miðgarður, Mikligarður, Útgarður, Þórarinshús og Verknámshús.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og frmakvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um landskipti, Eyjólfsstaðaskógur 1

Málsnúmer 202203055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um skiptingu á lóðinni Eyjólfsstaðaskógur 1 (L157470) í þrennt.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsagnarbeiðni - Tímabundið áfengisleyfi, Íþróttahúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 202203151Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi, dagsett 14. mars 2022, frá K6 veitingar ehf, vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna árshátíðar starfsfólks Múlaþings sem haldin verður í Íþróttahúsinsu á Egilsstöðum 2. apríl 2022 frá kl. 18.00 til 03.00. Ábyrgðarmaður er Einar Geirsson.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum á Austurlandi og Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs veitir jákvæða umsögn um veitingu þessa tækifærisleyfis, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir frá lögreglu, brunaeftirliti og heilbrigðiseftirliti. Jafnframt er staðfest að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og fyrirhugaður opnunartími er innan marka sem fram koma í lögreglusamþykkt.

Meðfylgjandi eru jákvæðar umsagnir Brunavarna á Austurlandi og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsögn um tækifærisleyfi Menntaskólans á Egilsstöðum sem halda á 18.mars 2022 -19. mars 2022 á Aski Taproom, Fagradalsbraut 25,

Málsnúmer 202203092Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi, dagsett 9. mars 2022, frá Árna Ólasyni Egilsstöðum, vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna lokaðs menntaskóladansleiks sem haldinn verður í Ask Taproom Fagradalsbraut 25 Egilsstöðum. 25. mars 2022, frá kl. 22.00 til 01.00. Ábyrgðarmaður er Árni Ólason.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum á Austurlandi og Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs veitir jákvæða umsögn um veitingu þessa tækifærisleyfis, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir frá lögreglu, brunaeftirliti og heilbrigðiseftirliti. Jafnframt er staðfest að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og fyrirhugaður opnunartími er innan marka sem fram koma í lögreglusamþykkt.

Meðfylgjandi eru jákvæðar umsagnir Brunavarna á Austurlandi og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Flug milli Egilsstaða og Reykjavíkur

Málsnúmer 202203085Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir áhyggjum sínum af þeim skorti á nægu sætaframboði milli Egilsstaða og Reykjavíkur, um Egilsstaðaflugvöll og takmarkaðri flugtíðni undanfarin misseri. Heimastjórnin er á þeirri skoðun að aukið sætaframboð og aukin flugtíðni muni efla ferðaþjónustu og atvinnutækifæri á svæðinu.
Heimastjórnin beinir því til sveitarstjórnar að teknar verði upp viðræður við Icelandair um úrbætur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Opinn fundur heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202203168Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að halda opinn fund um helstu verkefni á Fljótsdalshéraði. Starfmanni falið að auglýsa fundinn og þá dagskrá sem rædd var á fundinum.

Jafnframt mun heimastjórnin bjóða upp á samtalsfundi í dreifbýli sveitarfélagsins eftir páska.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?