Fara í efni

Fyrirhuguð þjónustu skerðing Eimskips á Djúpavogi.

Málsnúmer 202203264

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 25. fundur - 04.04.2022

Heimastjórn Djúpavogs mótmælir harðlega þeim hugmyndum Eimskips að skerða þjónustu á Djúpavogi.

Þykir Heimastjórn þetta vera á skjön við sívaxandi umsvif fyrirtækisins á svæðinu bæði í aðföngum vegna framkvæmda og vegna síaukins flutnings frá svæðinu en á þeim 14 vikum sem liðnar eru af árinu er búið að flytja hátt í 5.000 tonn af afurðum frá svæðinu og hlutdeild Eimskips í þeim flutningi umtalsverður.

Heimastjórn vill hvetja forsvarsmenn fyrirtækisins til að endurskoða þessar hugmyndir og bæta frekar í þjónustu í vaxandi byggðarlagi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?