Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

25. fundur 04. apríl 2022 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
  • Bergþóra Birgisdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Deiliskipulagsbreyting, Bragðavellir, tjaldsvæði

Málsnúmer 202202027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi á Bragðavöllum, vegna fyrirhugaðs tjaldstæðis.


Ingi Ragnarsson vék af fundi undir þessum lið.
Bergþóra Birgissdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Heimastjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlögð gögn.

2.Erindi frá NAUST til heimastjórna Múlaþings vegna náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202203112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, dagsett 8. mars 2022, þar sem óskað er eftir upplýsingum um störf Náttúruverndarnefndar Djúpavogs.

Heimastjórn Djúpavogs þakkar NAUST erindið og samþykkir að fela starfsmanni að undirbúa drög að svörum við erindi Náttúruverndarsamtaka Austurlands og leggja fyrir heimastjórn.

3.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Þúfuhraun

Málsnúmer 202110146Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fyrirhuguð þjónustu skerðing Eimskips á Djúpavogi.

Málsnúmer 202203264Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs mótmælir harðlega þeim hugmyndum Eimskips að skerða þjónustu á Djúpavogi.

Þykir Heimastjórn þetta vera á skjön við sívaxandi umsvif fyrirtækisins á svæðinu bæði í aðföngum vegna framkvæmda og vegna síaukins flutnings frá svæðinu en á þeim 14 vikum sem liðnar eru af árinu er búið að flytja hátt í 5.000 tonn af afurðum frá svæðinu og hlutdeild Eimskips í þeim flutningi umtalsverður.

Heimastjórn vill hvetja forsvarsmenn fyrirtækisins til að endurskoða þessar hugmyndir og bæta frekar í þjónustu í vaxandi byggðarlagi.

5.Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044

Málsnúmer 202203183Vakta málsnúmer

Svæðisskipulag Austurlands lagt fram til kynningar, Heimastjórn Djúpavogs bendir á mikilvægi Axarvegar fyrir byggðarlagið og því nauðsynlegt að fylgja betur eftir uppbyggingu vegarins í samgöngukafla Svæðisskipulagsins í samræmi við samþykktir SSA.

Fyrir liggur að Axarvegur er kominn í útboðsferli og nauðsynlegt að fylgja því eftir svo að framkvæmdir tefjist ekki frekar en orðið er.

Þá vill heimastjórn benda á að framundan er mikil uppbygging á hafnaraðstöðu á Djúpavogi sem opnar ný tækifæri í hafnsækinni starfsemi og mögulega auknum vöruflutningum á sjó og móttöku skemmtiferðaskipa.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?