Fara í efni

Ósk um umsögn, Skólphreinsistöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202204022

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 26. fundur - 02.05.2022

HEF Veitur hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 25. mars 2022, um ofangreinda framkvæmd skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að Múlaþing gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Múlaþing telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á, að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Heimastjórn telur ekki ástæðu að viðkomandi framkvæmd fari í umhverfismat, miðað við þau viðmið sem sett eru í viðauka 2 í lögum um umhvefismat framkvæmda og áætlana.
Getum við bætt efni þessarar síðu?