Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

26. fundur 02. maí 2022 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Málum 202205010 og 202203241 bætt við í upphafi fundar. Samþykkt samhljóða.

1.Efnisnám í landi Teigarhorns

Málsnúmer 202204247Vakta málsnúmer

Í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 var gert ráð fyrir efnistökusvæði austan Búlandsár í sjávarkambi rétt innan við Seltanga, við svokallað Græfulón. (Náma 31) Nú hefur þessi náma verið lokuð um nokkura ára skeið. Fyrirspurn hefur komið fram um að efnisnám verði leyft á ný í takmörkuðu magni.

Heimastjórn vill beina því til Umhverfis og framkvæmdaráðs að skoða þann möguleika að opna námuna að nýju.

2.Umsókn um svæði til notkunar fyrir hestaíþróttir.

Málsnúmer 202110214Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur til við Umhverfis og framkvæmdasvið að taka saman lista yfir mögulega staði, ásamt því að útlista kosti og galla hvers staðar fyrir sig svo hægt sé að leggja mat á hverja staðsetningu fyrir sig og að vinna við það hefjist sem fyrst.

3.Öryggi við þjóðveginn GSM samband

Málsnúmer 202204248Vakta málsnúmer

Víða er GSM og Tetra samband á Djúpavogssvæðinu gloppótt og það þarfnast úrbóta.

Í Hvalnes og Þvottárskriðum, sem er ofanflóðahættusvæði, er samband lélegt og á köflum ekki til staðar.

Á svæðum í Álftafirði er samband takmarkað.
Í Hamarsfirði norðanverðum eru fjölmargir blettir þar sem ekkert samband er á, við þjóðveg 1 og lítið samband á nokkrum bæjum.
Á Axarvegi er samband stopult og á nokkuð löngum kafla efst á Öxi er það ekki til staðar.

Úr þessu þarf að bæta til að tryggja öryggi vegfarenda.

Heimastjórn beinir því til Sveitarstjórnar að þrýsta á viðkomandi aðila um úrbætur á þessu sem fyrst.

4.Umgegnismál á Dúpavogi

Málsnúmer 202204249Vakta málsnúmer

Heimastjórn vill beina því til fyrirtækja og einstaklinga á Djúpavogi og nærsveitum að taka höndum saman og fegra ásýnd bæjarinns með því að halda sínu nánasta umhverfi snyrtilegu.

Vill heimastjórn benda á að óheimilt er að geyma hluti utan lóðarmarka.

Jafnframt vill heimastjórn beima því til byggðarráðs að komið verði upp varanlegu geymslusvæði til útleigu ásamt sorpmóttöku sem stenst reglur og lög um slík svæði.

Starfsmanni heimastjórnar falið að senda erindi á fyrirtæki og einstaklinga varðandi umgegnismál í sveitarfélaginu.

5.Sjálfsafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi.

Málsnúmer 202205010Vakta málsnúmer

Heimastjórn óskar eftir því við umhverfis og framkvæmdaráð að kannað verði hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag, enda var stöðin sett niður án grenndarkynningar og án samráðs við íbúa á sínum tíma.

Heimastjórn telur mikilvægt að eldsneytisafgreiðslu verði fundin ný staðsetning til framtíðar fjær íbúðabyggð og með mögulega uppbyggingu á frekari þjónustu í huga.

6.Deiliskipulagsbreyting, Djúpivogur, Borgarland 46-48

Málsnúmer 202203241Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Borgarland 46-48.

Breytingin felst í því að í stað parhús á viðkomandi lóð, verði reist þriggja íbúða raðhús. Og stækkun byggingar úr allt að 300m2 í 306 m2

Heimastjórn samþykkir breytinguna, enda liggi fyrir samþykki aðliggjandi lóðarhafa, að Hlíð 15 og Borgarlandi 42 og 44

7.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Borgarland 12

Málsnúmer 202204129Vakta málsnúmer

Vísað til Heimastjórnar frá Umhverfis og framkvæmdaráði, umsókn um heimild til að byggja viðbyggingu utan byggingarreits við einbýlishús að Borgarlandi 12 á Djúpavogi

Heimastjórn samþykkir umsóknina, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

8.Fundagerðir Náttúrustofa Austurlands 2022

Málsnúmer 202204236Vakta málsnúmer

Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands lagðar fram til kynningar.

9.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sókn Lögmannstofu dags. 26.04.2022(Jóni Jónssyni) um stöðu þjóðlendukrafna í Múlaþingi.

10.Ósk um umsögn, Skólphreinsistöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202204022Vakta málsnúmer

HEF Veitur hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 25. mars 2022, um ofangreinda framkvæmd skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að Múlaþing gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Múlaþing telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á, að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Heimastjórn telur ekki ástæðu að viðkomandi framkvæmd fari í umhverfismat, miðað við þau viðmið sem sett eru í viðauka 2 í lögum um umhvefismat framkvæmda og áætlana.
Máli 202204129 bætt við í lok fundar eftir ábendingu frá ritara umhverfis og framkvæmdasviðs.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?