Fara í efni

Umsókn um lóð, Austurvegur 24

Málsnúmer 202204114

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Austurvegur 24 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 56. fundur - 10.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi dagsett 3. júní frá lóðarhafa við Austurveg 24 á Seyðisfirði þar sem óskað er eftir sambærilegum afslætti af gatnagerðargjöldum og gefinn er af öðrum íbúðarhúsalóðum á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veittur verði 80 % afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir Austurveg 24. Forsendur ákvörðunarinnar eru þær að um nýja lóð við þegar byggða götu er að ræða og ekki kemur til verulegs kostnaðar við gatnagerð vegna hennar. Jafnframt liggur til grundvallar fyrri ákvörðun ráðsins um afslætti af lóðum í Múlaþingi til þess að hvetja til húsbygginga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?