Fara í efni

Ósk um umsögn, Aukin efnistaka vegna framkvæmda við Axarveg í Múlaþingi

Málsnúmer 202204174

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 22. fundur - 09.05.2022

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun ósk um umsögn vegna aukinnar efnistöku vegna framkvæmda við Axarveg, í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Það er mat heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að nægilega sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í kynningarskýrslu og að framkvæmdin kalli ekki á frekara mat á umhverfisáhrifum. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að við frágang námusvæða verði land mótað með þeim hætti að sýnileg áhrif verði hverfandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?