Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

22. fundur 09. maí 2022 kl. 09:30 - 12:05 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Efri Jökuldalur ehf. Grund

Málsnúmer 202204076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Efra Jökuldal ehf, forsvarsmaður Stefanía K. Karlsdóttir, dagsett 7. apríl 2022, um leyfi til til reksturs gististaðar í flokki II á Grund. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa og frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum á Austurlandi.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tjaldstæðið á Egilsstöðum og í Múlaþingi

Málsnúmer 202204175Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Benedikt V. Waren þar sem fram koma tillögur er varða tjaldsvæðið á Egilsstöðum og í Múlaþingi.

Heimastjórnin þakkar góðar ábendingar og er sammála um að þörf er á lagfæringu á stæðum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum og öðrum tjaldstæðum á vegum sveitarfélagsins. Heimastjórnin vísar málinu til afgreiðslu til byggðaráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Landbótasjóður 2022

Málsnúmer 202204183Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Landbótasjóðs Norður Héraðs frá 21.1. og 6.4. 2022.

Lagt fram til kynningar.

4.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóni Jónssyni, lögfræðingi sveitarfélagsins sem hefur verið falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins varðandi kröfur ríkisins um þjóðlendur í landi Múlaþings. Fram kemur m.a. að frestur til að skila inn kröfulýsingum fyrir einstakar jarðir hefur verið framlengdur til 7. júní nk.

Lagt fram til kynningar.

5.Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag við Melshorn á Egilsstöðum vegna uppsetningar á hreinsivirki. Vinnslutillaga var kynnt frá 10.-26. nóvember 2021 og liggur fyrir samantekt á athugasemdum og umsögnum sem bárust á kynningartíma.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.4. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ósk um umsögn, Aukin efnistaka vegna framkvæmda við Axarveg í Múlaþingi

Málsnúmer 202204174Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun ósk um umsögn vegna aukinnar efnistöku vegna framkvæmda við Axarveg, í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Það er mat heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að nægilega sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í kynningarskýrslu og að framkvæmdin kalli ekki á frekara mat á umhverfisáhrifum. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að við frágang námusvæða verði land mótað með þeim hætti að sýnileg áhrif verði hverfandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Viðhald á húseignum við Brúarásskóla

Málsnúmer 202205035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Foreldrafélagi Brúarásskóla, dagsett 2.5. 2022, þar sem lýst er áhyggjum af skorti á viðhaldi á húsunum við Brúarásskóla.
Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 3.5. 2022, frá verkefnastjóra framkvæmda, til fulltrúa foreldrafélagsins, þar farið er yfir stöðuna á húsunum og því ferli sem þau eru í.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar foreldrafélaginu fyrir þessa ábendingu. Heimastjórn vísar jafnframt til svars í tölvupósti frá Eignasjóði um stöðu húsanna.
Heimastjórn vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs og byggðaráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um landskipti, Arnórsstaðir 1 og 2, vegsvæði

Málsnúmer 202202074Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Vegagerðinni um stofnun landspildu úr landi Arnórsstaða 1 og 2 (L156889) undir vegsvæði.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 4.5. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um landskipti, aðveitustöð Rarik við Grímsárvirkjun

Málsnúmer 202204246Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um landskipti þar sem stofna á lóð undir aðveitustöð Rarik við Grímsársvirkjun (L157455).

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 4.5. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Erindi frá NAUST til heimastjórna Múlaþings vegna náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202203112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands, dagsett 8. mars 2022, þar sem óskað er eftir upplýsingum um störf náttúruverndarnefndar Fljótsdalshéraðs.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar 24.3. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni heimastjórnar að senda fyrirliggjandi svör til Náttúruverndarsamtaka Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fundaröð heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í apríl 2022

Málsnúmer 202205076Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar þeim fjölmörgu íbúum sem sóttu fundi heimastjórnar fyrir þátttöku þeirra í fundunum.

Heimastjórn felur starfsmanni að koma ábendingum íbúa sem fram komu á fundum, sbr. minnisblað, til viðkomandi sviðsstjóra til frekari skoðunar eða úrvinnslu. Óskað er eftir upplýsingum um framvindu mála við gerð fjárhagsáætlunar næsta haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Ljósleiðari

Málsnúmer 202205075Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir ábendingum sem fram komu á fundum um ljósleiðaramál til HEF veitna. Lögð verði áhersla á að efla sem fyrst upplýsingagjöf um ljósleiðaravæðingu dreifbýlisins til íbúa þess, þar með talið vegna tengigjalda við s.s. lögbýli og sumarhús.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fjallskil í Múlaþingi

Málsnúmer 202205074Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að verkefnastjóra umhverfismála verði falið að boða alla fjallskilastjóra til sameiginlegs fundar með fulltúum heimastjórna um fyrirkomulag fjallskila í Múlaþingi. Miðað verði við að fundurinn verði haldinn fyrir sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Skólaakstur

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til fjölskylduráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs að unnið verði að því að bæta enn frekar öryggi barna í dreifbýli á ferðum sínum í og úr skóla t.d. með því að efla snjóhreinsun og hálkuvarnir á vegum. Einnig að koma á góðu kerfi sem miðlar upplýsingum til foreldra ef skólaakstur breytist eða fellur niður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Sorphirða í dreifbýli Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202205072Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að yfirfara stöðuna vegna frávika við sorphirðu og fylgja eftir gildandi verklýsingu vegna sorphirðu í dreifbýli.

Heimastjórn vekur athygli á því að mikilvægt er að sveitarfélagið efli upplýsingagjöf um frávik vegna sorphirðu og komi þeim skilaboðum jafnóðum og í tíma til íbúa sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að framkvæmda- og umhverfismálastóri mæti á fund heimastjórnar til að fara yfir skipulag vetrarþjónustu á vegum í dreifbýli. Lagt er til að verkefnið verði áfram á hendi næstu heimastjórnar sem fylgi málinu eftir. Varðandi snjóhreinsun skiptir miklu máli að upplýsingar um stöðu snjóhreinsunar hverju sinni séu sem aðgengilegastar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?