Fara í efni

Skóladagatöl leikskóla 2022-2023

Málsnúmer 202204192

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 43. fundur - 26.04.2022

Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikskóladagatali fyrir leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla skólaárið 2022-2023. Skóladagatalið á eftir að fá endanlega kynningu hjá starfsfólki og fá samþykkt skólaráðs.

Kolbrún Nanna Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hádegishöfða, kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikskóladagatali fyrir Hádegishöfða skólaárið 2022-2023. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar, kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikskóladagatali fyrir skólaárið 2022-2023. Skóladagatalið verður kynnt fyrir starfsfólki á næsta fundi og sama á við um kynningu fyrir foreldraráði sem verður á næsta fundi foreldraráðs.

Fyrir liggur tillaga að leikskóladagatali fyrir leikskólann Bjarkatún á Djúpavogi.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögur að leikskóladagatölum 2022-2023 með fyrirvara um samþykki starfsfólks og foreldraráða þar sem það liggur ekki fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?