Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

43. fundur 26. apríl 2022 kl. 13:00 - 15:55 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Elvar Snær Kristjánsson formaður
 • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
 • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
 • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
 • Kristín Guðveig Sigurðardóttir aðalmaður
 • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
 • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
 • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
 • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Sóley Þrastardóttir og Wesley Stephens, áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla sátu fundinn undir liðum 1-2. Þorbjörg Sandholt og Hrefna Hlín Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúar grunnskóla tóku þátt í fundinum undir liðum 3-4. Dagmar Ósk Atladóttir, áheyrnarfulltrúi leikskóla sat fundinn undir liðum 5-7.

Skólastjórar sátu fundinn undir þeim liðum sem varða þeirra skóla sérstaklega eins og fram kemur í fundargerð

1.Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111078Vakta málsnúmer

Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum kynnti erindið og skýrði forsendur þess.

Lagt fram til kynningar.

2.Skóladagtöl tónlistarskóla 2022-2023

Málsnúmer 202204199Vakta málsnúmer

Sóley Þrastardóttir fylgdi eftir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2022-2023 og kynnti forsendur þess. Í fyrirliggjandi tillögu er tekið tillit til umsaminnar vinnutímastyttingar tónlistarkennara. Jafnframt er lögð áhersla á að jafna kennslunni sem best á skólaárið fyrir sem flesta nemendur.

Drífa Sigurðardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ, kynnti fyrirliggjandi drög að skóladagatali Tónlistarskólans í Fellabæ 2022-2023 sem byggir á svipuðum forsendum og í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að skóladagatölum tónlistarskólanna á Egilsstöðum og í Fellabæ með fyrirvara um samþykki kennara skólanna.

Samþykkt samhljóða.

3.Skóladagatöl grunnskóla 2022-2023

Málsnúmer 202204193Vakta málsnúmer

Ásgrímur Ingi Arngrímsson, skólastjóri Brúarásskóla, kynnti tillögu að skóladagatali skólans fyrir skólaárið 2022-2023 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki, en eftir er að leggja það fyrir skólaráð.

Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla, kynnti tillögu að skóladagatölum Fellaskóla og Grunnskólans á Borgarfirði eystri fyrir skólaárið 2022-2023 og forsendur þeirra. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og skólaráði.

Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, kynnti tillögu að skóladagatali skólans fyrir skólaárið 2022-2023 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og skólaráði og fær afgreiðslu á næsta fundi skólaráðs.

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Egilsstaðaskóla fyrir skólaárið 2022-2023 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og hefur verið samþykkt af skólaráði.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að skóladagatölum grunnskólanna 2022-2023 með fyrirvara um samþykki starfsfólks og skólaráðs þar sem það liggur ekki fyrir.

Samþykkt samhljóða.

4.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202010627Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Skóladagatöl leikskóla 2022-2023

Málsnúmer 202204192Vakta málsnúmer

Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikskóladagatali fyrir leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla skólaárið 2022-2023. Skóladagatalið á eftir að fá endanlega kynningu hjá starfsfólki og fá samþykkt skólaráðs.

Kolbrún Nanna Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hádegishöfða, kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikskóladagatali fyrir Hádegishöfða skólaárið 2022-2023. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar, kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikskóladagatali fyrir skólaárið 2022-2023. Skóladagatalið verður kynnt fyrir starfsfólki á næsta fundi og sama á við um kynningu fyrir foreldraráði sem verður á næsta fundi foreldraráðs.

Fyrir liggur tillaga að leikskóladagatali fyrir leikskólann Bjarkatún á Djúpavogi.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögur að leikskóladagatölum 2022-2023 með fyrirvara um samþykki starfsfólks og foreldraráða þar sem það liggur ekki fyrir.

Samþykkt samhljóða.

6.Úthlutun leikskólaplássa 2022

Málsnúmer 202204194Vakta málsnúmer

Marta Wium Hermannsdóttir, leikskólafulltrúi, fór yfir úthlutun leikskólaplássa í sveitarfélaginu en öll börn á biðlista sem fædd eru fyrir miðjan september 2021 hafa nú fengið tilboð um leikskólapláss síðsumars.

Lagt fram til kynningar.

7.Leikskóli á suðursvæði Egilsstaða, hugmyndir og staðarval

Málsnúmer 202203167Vakta málsnúmer

Umhverfis og framkvæmdaráð hefur farið fram á afstöðu fjölskylduráðs til stærðar á leikskólabyggingu á Suðursvæði á Egilsstöðum.

Fjölskylduráð telur rétt í því sambandi að gert verði ráð fyrir að lágmarki 4 deilda leikskóla með möguleika á stækkun skólans í 6 deildir. Í því sambandi telur fjölskylduráð eðlilegt að skoðað verði hvort það svæði sem merkt er nr. 5 á uppdrætti geti komið til greina fyrir leikskólann.

Samþykkt samhljóða.

8.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2023

Málsnúmer 202204195Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?