Fara í efni

Skóladagtöl tónlistarskóla 2022-2023

Málsnúmer 202204199

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 43. fundur - 26.04.2022

Sóley Þrastardóttir fylgdi eftir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2022-2023 og kynnti forsendur þess. Í fyrirliggjandi tillögu er tekið tillit til umsaminnar vinnutímastyttingar tónlistarkennara. Jafnframt er lögð áhersla á að jafna kennslunni sem best á skólaárið fyrir sem flesta nemendur.

Drífa Sigurðardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ, kynnti fyrirliggjandi drög að skóladagatali Tónlistarskólans í Fellabæ 2022-2023 sem byggir á svipuðum forsendum og í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að skóladagatölum tónlistarskólanna á Egilsstöðum og í Fellabæ með fyrirvara um samþykki kennara skólanna.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?