Fara í efni

Vinabæir Múlaþings

Málsnúmer 202204239

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 52. fundur - 03.05.2022

Fyrir lá ósk frá Helga Hlyni Ásgrímssyni um að nú að loknum heimsfaraldri verði endurnýjuð kynnin við vinabæi sveitarfélagsins í Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Einnig er lagt til að, með vísan til samstarfssamnings við UHI, verði leitað eftir vinabæ í Skotlandi. Einnig lágu fyrir minnispunktar frá skrifstofustjóra varðandi vinarbæjartengsl sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það er fram kemur í fyrirliggjandi erindi um að endurnýjuð verði kynnin við vinabæi sveitarfélagsins auk þess að skoðuð verði möguleg vinabæjartengsl í Skotlandi. Sveitarstjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?