Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

52. fundur 03. maí 2022 kl. 09:00 - 12:20 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvalsdótttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Fram kom m.a. að ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 22. apríl sl. viðbótarfjárveitingar vegna hamfaranna á Seyðisfirði. Annars vegar 190 m.kr. til húsfriðunarsjóðs vegna kostnaðar við flutning húsa af hættusvæði og hins vegar 25 m.kr. til Múlaþings sem lokastyrkur vegna hamfaranna. Sveitastjóra falið að bregðast við í samræmi við umræðu á fundinum.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Múlaþing. Unnið er að því að hægt verði að afgreiða tillögu rammaáætlunar fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 í lok júní eða byrjun júlí.

3.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 06.04.2022, þar sem fram kemur að Gamla ríkið verði endurbyggt á lóðinni við Hafnargötu 11 á Seyðisfirði en að það verði fært til innan lóðar. Því er janframt beint til byggðaráðs að taka afstöðu til ráðstöfunar hússins með hliðsjón af samningi sem í gildi er milli sveitarfélagsins, ríkisins og Minjaverndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta vinna tillögu að ráðstöfun Gamla ríkisins með hliðsjón af samningi sem í gildi er milli sveitarfélagsins, ríkisins og Minjaverndar. Horft verði m.a. til þeirra hugmynda er fram komu við hugmyndasamkeppni varðandi Gamla ríkið í september 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Hafnargata 38B 710

Málsnúmer 202204148Vakta málsnúmer

Fyrir lágu upplýsingar frá byggingarfulltrúa Múlaþings varðandi samskipti í tengslum við beiðni frá Tækniminjasafni Austurlands vegna fyrirhugaðra úrbóta til að tryggja öryggi Vjelasmiðjunnar, Hafnargötu 38b á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við að Tækniminjasafni Austurlands verði heimilað að ráðast í fyrirhugaðar endurbætur á húsnæði safnsins að Hafnargötu 38b á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings. Inn á fundinn undir þessum lið komu Aron Thorarensen, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, og Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vandaða vinnu við uppfærslu á samþykkt um stjórn Múlaþings og gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur. Tillögurnar verða lagðar fyrir fund sveitarstjórnar miðvikudaginn 11. maí nk. til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundargerðir stjórnar HEF - 2022

Málsnúmer 202201099Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna ehf., dags. 27.04.2022, auk greiningarskýrslu á kyndingarkostum fyrir Seyðisfjörð til framtíðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli niðurstaðna greiningarskýrslu EFLU Verkfræðistofu varðandi fjarvarmaveitu á Seyðisfirði leggur byggðaráð Múlaþings til að haldinn verði upplýsingarfundur með íbúum Seyðisfjarðarkaupstaðar þar sem fulltrúar HEF og Eflu kynna fyrirliggjandi niðurstöður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202201134Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 25.04.2022.

Lagt fram til kynningar.

8.Stjórnarfundur Vísindagarðsins ehf 2022

Málsnúmer 202201055Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Vísindagarðsins ehf., dags. 28.04.2022.

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf 2022

Málsnúmer 202204080Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð aðalfundar Vísindagarðsins ehf., dags. 28.04.2022.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga., dags. 27.04.2022.

Lagt fram til kynningar.

11.Nýr golfvöllur við Egilsstaði

Málsnúmer 202110126Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað varðandi möguleg landskipti milli Múlaþings og eigenda Eiða auk tölvupóstsamskipta sveitarstjóra og fulltrúa eigenda Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Hafnargata 35, Seyðisfirði, Angró, undirbúningur friðlýsingar

Málsnúmer 202203137Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Minjastofnun Íslands varðandi undirbúning friðlýsingar Hafnargötu 35, Angró, á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða friðlýsingu Hafnargötu 35, Angró, á Seyðisfirði,né fyrirhugaða friðlýsingu á Hafnargötu 44. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um stöðu mála.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202203102Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað varðandi mögulega móttöku flóttafólks á Eiðum sem og eintak af þjónustusamningi á milli félagsmálaráðuneytis og sveitarfélags um móttöku, aðstoð og þjónustu við hóp flóttafólks. Fram kom að umræddur samningur væri í endurskoðun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra eða hefja viðræður við félagsmálaráðuneyti og eigendur Eiða um mögulega útfærslu verkefnisins. Í framhaldi af þeim viðræðum verði, ásamt stjórnendum fjölskyldusviðs, það útlistað hvernig aðkomu sveitarfélagsins verði háttað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Ósk um breytingu á staðarmörkum Múlaþings - Núpi Berufirði

Málsnúmer 202204219Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi varðandi breytingu á staðarmörkum jarðar innan Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að óska eftir umsögn lögfræðings sveitarfélagsins varðandi erindi landeigenda að Núpi í Berufirði. Er umrædd umsögn liggur fyrir verður málið tekið fyrir í byggðaráði að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir lá tölvupóstur frá lögfræðingi sveitarfélagsins sem hefur verið falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins varðandi kröfur ríkisins um þjóðlendur í landi Múlaþings. Fram kemur m.a. að frestur til að skila inn kröfulýsingum fyrir einstakar jarðir hefur verið framlengdur til 7. júní nk.

Lagt fram til kynningar.

16.Vinabæir Múlaþings

Málsnúmer 202204239Vakta málsnúmer

Fyrir lá ósk frá Helga Hlyni Ásgrímssyni um að nú að loknum heimsfaraldri verði endurnýjuð kynnin við vinabæi sveitarfélagsins í Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Einnig er lagt til að, með vísan til samstarfssamnings við UHI, verði leitað eftir vinabæ í Skotlandi. Einnig lágu fyrir minnispunktar frá skrifstofustjóra varðandi vinarbæjartengsl sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það er fram kemur í fyrirliggjandi erindi um að endurnýjuð verði kynnin við vinabæi sveitarfélagsins auk þess að skoðuð verði möguleg vinabæjartengsl í Skotlandi. Sveitarstjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 12:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?