Fara í efni

Efnisnám í landi Teigarhorns

Málsnúmer 202204247

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 26. fundur - 02.05.2022

Í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 var gert ráð fyrir efnistökusvæði austan Búlandsár í sjávarkambi rétt innan við Seltanga, við svokallað Græfulón. (Náma 31) Nú hefur þessi náma verið lokuð um nokkura ára skeið. Fyrirspurn hefur komið fram um að efnisnám verði leyft á ný í takmörkuðu magni.

Heimastjórn vill beina því til Umhverfis og framkvæmdaráðs að skoða þann möguleika að opna námuna að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63. fundur - 19.09.2022

Heimastjórn Djúpavogs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að skoðaður verði sá möguleiki á að opnuð verði að nýju efnisnáma við Búlandsá.
Tvö efnistökusvæði eru skilgreind við Búlandsá í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020; N30 og N31. Breyting var gerð á skipulaginu árið 2018 þar sem stærð beggja náma og leyfilegt vinnslumagn úr þeim var minnkað. Jafnframt kemur þar fram að öll efnistaka sé háð samþykki Umhverfisstofnunar þar sem þær eru staðsettar innan fólkvangsins á Teigarhorni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fara yfir möguleg efnistökusvæði í nágrenni þéttbýlis á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?