Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Leikskóli á suðursvæði

Málsnúmer 202205383

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna tilfærslu á staðsetningu leikskóla á suðursvæði Egilsstaða.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs til að rúma fyrirhuguð áform um uppbyggingu leikskóla á suðursvæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 21.06.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna staðsetningu á leikskóla á suðursvæði Egilsstaða.

Til máls til tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis-og framkvæmdaráðs,dags. 21.06.2022, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs til að rúma fyrirhuguð áform um uppbyggingu leikskóla á suðursvæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?