Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

25. fundur 29. júní 2022 kl. 14:00 - 18:15 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
 • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026.

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að skipa fulltrúa í eftirtaldar stjórnir:
Stjórn Náttúrustofu Austurlands - 1 aðalmann og 1 varamann.
Stjórn Héraðskjalasafns Austurlands - 1 aðalmann og 1 varamann.
Stjórn Minjasafns Austurlands - 4 aðalmenn og 4 varamenn

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipa Stefán Boga Sveinsson sem aðalmann í stjórn Náttúrustofu Austurlands og Björgu Eyþórsdóttur sem varamann.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipa Þórhall Borgarsson sem aðalmann í stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands og Ester Sigurðardóttur sem varamann.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipa Björn Ingimarsson, Vilhjálm Jónsson, Tinnu Jóhönnu Magnusson og Rannveigu Þórhallsdóttur sem aðalmenn í stjórn Minjasafns Austurlands og Jónínu Brynjólfsdóttur, Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, Jóhann Hjalta Þorsteinsson og Huldu Sigurdís Þráinsdóttur sem varamenn

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202206135Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað þar sem vísað er til 14. gr. samþykkta um starfskjör kjörinna fulltrúa Múlaþings en þar kemur fram að í upphafi nýs kjörtímabils á sveitarstjórn að ákveða styrk til fulltrúa í sveitarstjórn og heimastjórnum til kaupa á tölvu eða síma. Einnig skuli þá ákveða upphæð mánaðarlegs símastyrks til oddvita framboða og formanna ráða.,

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Björn Ingimarsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að styrkur til tækjakaupa til handa aðalfulltrúum í sveitarstjórn og heimastjórnum, skv. 2. mgr. 14. gr. samþykktarinnar, verði kr. 170.000 og að símastyrkur skv. sama ákvæði verði kr. 6.000.

Samþykkt með átta atkvæðum, tveir sátu hjá (Þ.J og H.H.Á ) og einn á móti (Á.M.S).

4.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir liggja erindisbréf fyrir eftirtaldar nefndir Múlaþings:
Byggðaráð, umhverfis- og framkvæmdaráð, fjölskylduráð, heimastjórn Borgarfjarðar, heimastjórn Djúpavogs, heimastjórn Seyðisfjarðar, heimastjórn Fljótsdalshéraðs, öldungaráð og samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson sem óskaði eftir því að kosið yrði um erindisbréf öldungaráðs sér.

Forseti lagði það til að erindisbréf öldundagráðs yrði tekið til afgreiðslu fyrst og önnur erindisbréf í framhaldninu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf öldungaráðs

Samþykkt með sex atkvæðum, fimm sátu hjá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf byggðaráðs, umhverfis-og framkvæmdaráð, fjölskylduráð, heimastjórn Borgarfjarðar, heimastjórn Djúpavogs, heimastjórn Seyðisfjarðar, heimastjórn Fljótsdalshéraðs, samráðshóp um málefni fatlaðs fólks og felur sveitarstjóra að koma þeim til kynningar hjá viðkomandi nefndum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2022

Málsnúmer 202206136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga varðandi sumarleyfi sveitarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 29. júní 2022 og til og með 1. ágúst 2022. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verði haldinn 10. ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 202206013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun byggðaráðs, dags. 14.06.2022, varðandi ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir,Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela byggðaráði að gera tillögur um hvernig við ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda verði brugðist samhliða vinnu við lokafrágang fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalskipulagsbreyting, Námur vegna Axarvegar

Málsnúmer 202203263Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 21.06.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 21.06.2022, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi drög að skipulagslýsing, dags. 16.06.2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Leikskóli á suðursvæði

Málsnúmer 202205383Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 21.06.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna staðsetningu á leikskóla á suðursvæði Egilsstaða.

Til máls til tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis-og framkvæmdaráðs,dags. 21.06.2022, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs til að rúma fyrirhuguð áform um uppbyggingu leikskóla á suðursvæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Aðalfundur Ársala 2022

Málsnúmer 202204079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 07.04.2022, og fundargerð aukaðalfundar Ársala bs., dags. 22.06.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að staðfesta fyrirliggjandi breyttar samþykktir fyrir byggðalagið Ársali bs.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs Múlaþings og samkvæmt niðurstöðu aukaaðalfundar Ársala bs. staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi breyttar samþykktir fyrir byggðasamlagið Ársali bs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Strandveiðar 2022

Málsnúmer 202201043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 24.06.2022, varðandi fyrirkomulag strandveiða 2022.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar og beinir því til matvælaráðherra að sjá til þess að strandveiðar verði heimilaðar út ágúst. Eins og fram kemur í bókun heimastjórnar Borgarfjarðar veldur núverandi fyrirkomulag strandveiða því að svæði þar sem aflinn er mestur síðsumars bera verulega skarðan hlut frá borði og við því er eðlilegt að verði brugðist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Verndarsvæði í byggð í Múlaþingi

Málsnúmer 202205053Vakta málsnúmer

Á 54. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs sem haldinn var þann 4. maí sl. var því beint til nýrrar sveitarstjórnar að taka afstöðu til verndarsvæða í byggð í sveitarfélaginu.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til laga varðandi verndarsvæði í byggð felur sveitarstjórn Múlaþings umhverfis- og framkvæmdaráði að taka til endurskoðunar skilmála gildandi verndarsvæðis á Djúpavogi og framhald verkefna varðandi verndarsvæði á Egilsstöðum og á Seyðisfirði. Niðurstöður verða lagðar fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Innsent erindi, Verndarsvæði í byggð á Djúpavogi

Málsnúmer 202204241Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá fasteignaeigendum að Dölum og Bjargi á Djúpavogi varðandi verkefnið Verndarsvæði í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu undir dagskrárlið nr. 11 beinir sveitarstjórn Múlaþings erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Erindi frá sóknarnefnd Eiðasóknar

Málsnúmer 202206085Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi sóknarnefndar Eiðasóknar varðandi forna sameign Eiðastóls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa erindi sóknarnefndar Eiðasóknar varðandi mögulega forna sameign Eiðastóls til byggðaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Þjónustuskerðing HSA á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina

Málsnúmer 202206129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 23.06.2022, varðandi þjónustuskerðingu HSA á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina.

Til máls tóku: Björg Eyþórsdóttir Hildur Þórisdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Seyðisfjarðar varðandi það að ástæða er til að hafa áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem boðuð hefur verið af hálfu HSA á Seyðisfirði í sumar og fram á haust.

Sveitarstjóra falið að koma á fundi með fulltrúum sveitarstjórnar og HSA þar sem áherslum heimastjórnar verður komið á framfæri auk þess að rædd verði ýmis önnur mál er snerta starfsemi HSA á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Ósk um umsögn, Umhverfismatsskýrsla vegna Fjarðarheiðarganga

Málsnúmer 202205413Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 23.06.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að hraða ákvörðun leiðarvals frá gangnamunna Egilsstaðamegin svo ekki komi til tafa á fyrirhuguðu útboði haustið 2022.

Við upphaf liðar vakti forseti athygli á mögulegu vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa Þrastar Jónssonar.

Umræða
Til máls um mögulegt vanhæfi tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Eyþór Stefánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp aðra fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem bar einnig upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sveitarstjóri svaraði fyrirspurn Á.M.S. og H.H.Á, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason

Eyþór Stefánsson lagði fram tillögu um að þessum lið yrði frestað og bar forseti upp tillögu Eyþórs um frestun.

Samþykkt með 6 atkv. og fimm sátu hjá


16.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

17.Byggðaráð Múlaþings - 53

Málsnúmer 2206004FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem svaraði einnig fyrirspurn Eyþórs.

Lagt fram til kynningar.

18.Byggðaráð Múlaþings - 54

Málsnúmer 2206009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55

Málsnúmer 2205007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 56

Málsnúmer 2206003FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Hildar, Jónína Brynjólfsdóttir

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57

Málsnúmer 2206010FVakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Þröstur Jónsson og ávarpaði fundastjórn forseta þar sem hann vildi tjá sig um 4 lið í 57. fundargerð umvherfis- og framkvæmdaráðs. Forseti lagði til að fresta þessum lið á forsendu fyrri umræðu.

Forseti bar upp tillögu um frestun liðar og var það samþykkt með 9 atkvæðum og 2 sátu hjá.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 45

Málsnúmer 2206006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 46

Málsnúmer 2206007FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björg Eyþórsdóttir svaraði fyrirspurn Hildar, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson, Guðný Lára Guðrúnadóttir, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir

Lagt fram til kynningar.

24.Heimastjórn Borgarfjarðar - 24

Málsnúmer 2206013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 23

Málsnúmer 2205012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 24

Málsnúmer 2206011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Heimastjórn Djúpavogs - 27

Málsnúmer 2206015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Ungmennaráð Múlaþings - 15

Málsnúmer 2205005FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir

Lagt fram til kynningar.

29.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?