Fara í efni

Kaupvangur 6, notkunarbreyting á skrifstofum

Málsnúmer 202205386

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann 25. nóvember sl. upp úrskurð í máli nr. 65/2022 er varðaði kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa Múlaþings að synja beiðni um að beitingu þvingunarúrræða vegna íbúðar í húsinu að Kaupvangi 6. Í gildandi aðalskipulagi er ekki fjallað um íbúðir á miðsvæði Egilsstaða. Því er hin umdeilda íbúð ekki í samræmi við skipulagsáætlun svæðisins. Þótt í deiliskipulagi sé gert ráð fyrir íbúðum á svæðinu þá er það ekki nægilegt, þar sem deiliskipulagið verður að vera í samræmi við aðalskipulag. Í miðbæjarskipulaginu er gert ráð fyrir fjölda íbúða á svæðinu sem er samkvæmt þessum úrskurði ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir íbúðum á miðsvæði þéttbýlisins og þeirri uppbyggingu sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 32. fundur - 11.01.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.12.2022, þar sem lagt er til við sveitarstjórn Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir íbúðum á miðsvæði þéttbýlisins og þeirri uppbyggingu sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?