Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

72. fundur 19. desember 2022 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Sveinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Sigurður Jónsson, skipulagfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr. 3 til 10.

1.Starfshópur um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202110188Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppfærðu erindisbréfi vegna starfshóps um myndun tillagna að loftslagsstefnu Múlaþings, ásamt tilnefningum í starfshópinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi fulltrúa í hópinn:
Ívar Hafliðason fyrir hönd D-lista sem verður jafnframt formaður starfshópsins
Guðrún Ásta Friðbertsdóttir fyrir hönd B-lista
Guðrún Schmidt fyrir hönd V-lista
Ásdís Hafrún Benediktsdóttir fyrir hönd L-lista
Þröstur Jónsson fyrir hönd M-lista og
Unnar Aðalsteinsson fyrir hönd ungmennaráðs.

Jafnframt mun fulltrúi frá öldunaráði Múlaþings sitja í hópnum og verður hann tilgreindur um leið og tilnefning berst.

Samþykkt samhljóða.

2.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland

Málsnúmer 202206272Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa nýjan fulltrúa í verkefnisstjórn um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland í stað Ólafs Áka Ragnarssonar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa Björgvin Stefán Pétursson, fulltrúa D-lista, í verkefnisstjórnina.

Samþykkt samhljóða.

3.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030, dagsett 8. desember 2022. Lýsingin nær til stækkunar á hafnarsvæði Seyðisfjarðar ásamt nýju deiliskipulagi svæðisins auk breytinga á deiliskipulagi Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing verði kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

4.Aðalskipulagsbreyting, Námur vegna Axarvegar

Málsnúmer 202203263Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar, dagsett 13. desember 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg. Vinnslutillaga breytinganna var kynnt frá 28. september með athugasemdafresti til 20. október 2022. Umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma gáfu ekki tilefni til verulegra breytinga á tillögunni og eru þær lagðar fram hér til kynningar.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa því til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

5.Kaupvangur 6, notkunarbreyting á skrifstofum

Málsnúmer 202205386Vakta málsnúmer

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann 25. nóvember sl. upp úrskurð í máli nr. 65/2022 er varðaði kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa Múlaþings að synja beiðni um að beitingu þvingunarúrræða vegna íbúðar í húsinu að Kaupvangi 6. Í gildandi aðalskipulagi er ekki fjallað um íbúðir á miðsvæði Egilsstaða. Því er hin umdeilda íbúð ekki í samræmi við skipulagsáætlun svæðisins. Þótt í deiliskipulagi sé gert ráð fyrir íbúðum á svæðinu þá er það ekki nægilegt, þar sem deiliskipulagið verður að vera í samræmi við aðalskipulag. Í miðbæjarskipulaginu er gert ráð fyrir fjölda íbúða á svæðinu sem er samkvæmt þessum úrskurði ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir íbúðum á miðsvæði þéttbýlisins og þeirri uppbyggingu sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing, dagsett 8. desember 2022, vegna nýs deiliskipulags fyrir smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls. Það er Neyðarlínan ohf. sem hefur lagt fram fyrirliggjandi gögn í tengslum við uppsetningu á smávirkjun í Langadalsá til þess að framleiða 50-60kW af rafmagni til þess að knýja meðal annars fjarskiptastöð á Gestreiðarhálsi.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, dagsett 15. desember 2022, vegna breytinga á miðbæjarskipulagi Egilsstaða fyrir Miðvang 8. Tillagan felur meðal annars í sér stækkun lóðarinnar um 93 m2, breytingu á byggingarreit og hámarksbyggingarmagni.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

8.Furuvellir 11 - Umsókn um byggingarheimild - bílskúr

Málsnúmer 202010245Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju erindi vegna fyrirhugaðra byggingaráforma við Furuvelli 11 á Egilsstöðum. Grenndarkynningu áformanna lauk þann 15. desember án athugasemda.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

9.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Stuðlagil. Gert er ráð fyrir að tillaga til auglýsingar verði lögð fram til samþykktar í janúar.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

10.Ósk um umsögn, matsáætlun, Vindorkugarður í Klausturseli

Málsnúmer 202212063Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar matsáætlun um allt að 500 MW vindorkugarð í landi Klaustursels í Múlaþingi. Samkvæmt 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana hefur Skipulagsstofnun óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um matsáætlunina.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

11.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Múlaþings og vísar henni til kynningar hjá heimastjórnum og staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

12.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir drög að þriggja ára áætlun í gatnagerð.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?