Fara í efni

Starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202206135

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 27. fundur - 23.06.2022

Farið yfir starfskjör kjörinna fulltrú í Múlaþingi.

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Fyrir liggur minnisblað þar sem vísað er til 14. gr. samþykkta um starfskjör kjörinna fulltrúa Múlaþings en þar kemur fram að í upphafi nýs kjörtímabils á sveitarstjórn að ákveða styrk til fulltrúa í sveitarstjórn og heimastjórnum til kaupa á tölvu eða síma. Einnig skuli þá ákveða upphæð mánaðarlegs símastyrks til oddvita framboða og formanna ráða.,

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Björn Ingimarsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að styrkur til tækjakaupa til handa aðalfulltrúum í sveitarstjórn og heimastjórnum, skv. 2. mgr. 14. gr. samþykktarinnar, verði kr. 170.000 og að símastyrkur skv. sama ákvæði verði kr. 6.000.

Samþykkt með átta atkvæðum, tveir sátu hjá (Þ.J og H.H.Á ) og einn á móti (Á.M.S).
Getum við bætt efni þessarar síðu?