Fara í efni

Viðhald girðingar Héraðsskóga, Skógræktarinnar, Vegagerðarinnar og Múlaþings frá Gilsá og inn í Egilsstaði

Málsnúmer 202206186

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 23. fundur - 27.06.2022

Fyrir liggur erindi, dagsett 24.6. 2022, frá Þórhalli Rúnari Ásmundssyni, Þórhalli Borgarssyni og Þórarni Andréssyni landeigendum á Ormsstöðum og Fljótsbakka, þar sem vakin er athygli á að viðhald girðingar Héraðsskóga, Skógræktarinnar, Vegagerðarinnar og Múlaþings frá Gilsá og inn í Egilsstaði sé verulega ábótavant. Óskað er eftir því að heimastjórn Fljótsdalshéraðs kanni stöðu málsins og beiti sér eftir atvikum fyrir því að sveitarfélagið Múlaþing taki að sér utanumhald þessa samnings og eftirfylgni með viðgerðum ef ekki er áhugi fyrir því þar sem það er núna.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að fundin verði lausn á viðhaldi þessarar girðingar og kostun þess samkvæmt samningi og beinir málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Undir þessum lið vakti Þórhallur Borgarsson, D-lista, athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi.

Þórhallur vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dagsett 24.6. 2022, frá Þórhalli Rúnari Ásmundssyni, Þórhalli Borgarssyni og Þórarni Andréssyni landeigendum á Ormsstöðum og Fljótsbakka, þar sem vakin er athygli á að viðhald girðingar Héraðsskóga, Skógræktarinnar, Vegagerðarinnar og Múlaþings frá Gilsá og inn í Egilsstaði sé verulega ábótavant. Heimastjórn tók erindið fyrir á fundi sínum þann 27. júní sl. þar sem samþykkt var að vísa því til umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem lögð verði áhersla á að finna lausn á viðhaldi þessarar girðingar og kostun þess samkvæmt samningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að fara yfir samkomulagið með þeim aðilum er það gerðu á sínum tíma og ræða framhaldið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 37. fundur - 06.07.2023

Fyrir liggja minnispunktar um viðhald girðingar Héraðsskóga, Skógræktarinnar, Vegagerðarinnar og Múlaþings frá Gilsá og inn í Egilsstaði frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Á fundinn undir þessum lið mætti Margrét Ólöf Sveinsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar Margréti fyrir góða yfirferð á málinu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?