Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

23. fundur 27. júní 2022 kl. 09:00 - 13:20 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar bar formaður upp að bæta tveimur málum við dagskrána. Málin eru nr. 11 og 12.
Samþykkt samhljóða.

1.Fundartími og dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202206131Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn er varða verkefni heimastjórna.

Lagt fram til kynningar.

2.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Samkvæmt D lið 48. greinar Samþykkta um stjórn Múlaþings ber heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tilnefna fulltrúa í eftirfarandi nefndir:

1. Stjórn Landbótasjóðs Norður-Héraðs. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá til vara í samræmi við skipulagsskrá fyrir sjóðinn.

2. Ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir einn fulltrúa í þriggja manna ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf í samræmi við 10. gr. skipulagsskrár Landbótasjóðs Norður-Héraðs og 3. gr. samkomulags milli Landsvirkjunar og virkjunarnefndar Norður-Héraðs um ýmis mál sem tengjast Kárahnjúkavirkjun, frá 10. september 2002 og viðauka með því. Aðrir fulltrúar í nefndina eru skipaðir af Landsvirkjun og Landgræðslunni.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs frestar tilnefningu í stjórn Landbótasjóðsins og ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf til næsta fundar.

Heimastjórnin felur núverandi stjórn Landbótasjóðsins áframhaldandi umboð til að fara með verkefni stjórnarinnar þar til ný stjórn hefur verið skipuð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 9.5. 2022 var eftirfarandi bókað:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að framkvæmda- og umhverfismálastóri mæti á fund heimastjórnar til að fara yfir skipulag vetrarþjónustu á vegum í dreifbýli. Lagt er til að verkefnið verði áfram á hendi næstu heimastjórnar sem fylgi málinu eftir.

Á fundinum undir þessum lið sat Hugrún Hjálmarsdóttir, umhverfis- og framkvæmdastjóri Múlaþings.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur þunga áherslu á aukna vegþjónustu og uppbyggingu vega í dreifbýli og beinir því til sveitarstjórnar að teknar verði upp viðræður við stjórnvöld um tilhögun uppbyggingar og bættrar vegþjónustu í víðfeðmu sveitarfélagi. Þetta er mikilvægt með hliðsjón af jöfnun aðstöðu íbúa eftir búsetu og eflingu byggðar í dreifbýli og fellur vel að markmiðum byggðaáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umferð um slóða við Hólshjáleigu

Málsnúmer 202206086Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 9. júní 2022, frá Kristínu Atladóttur íbúa í Hólshjáleigu í Hjaltastaðaþinghá, þar sem vakin er athygli á vaxandi umferð ökutækja niður Eyjar að Húseyjartorfu og þaðan á sandinn. En á svæðinu er viðkvæmt gróðurlendi enda uppgræðslusvæði og svæðið er einnig skilgreint sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Enn fremur er þarna athvarf sela, bæði í hafi og í Lagarfljóti.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með því sem fram kemur í erindinu að á Héraðssöndum er viðkvæmur gróður- og dýralíf.

Heimastjórnin beinir því til byggðaráðs að bæta merkingar á svæðinu m.a. til að stýra umferð um slóða sem og takmarka umferð á varptíma um land sveitarfélagsins.

Einnig beinir heimastjórn því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að brugðist verði við ábendingum um efnistöku á svæðinu.

Heimastjórnin leggur til að gerður verði vegur og bílastæði á völdu svæði á Héraðssöndum, í samráði við landeigendur og Landgræðsluna, til að bæta aðgengi almennings að söndunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Ásinn - Brennistaðir 4

Málsnúmer 202205333Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi umsagnarbeiðni vegna umsóknar Magna Þórarins Ragnarssonar, dagsett 17. maí 2022, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili, að Brennistöðum 4, 701 Egilsstöðum.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum Austurlands.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ósk um umsögn, Umhverfismatsskýrsla vegna Fjarðarheiðarganga

Málsnúmer 202205413Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun, dagsett 23. maí 2022, beiðni um umsögn um mat á umhverfisáhrifum Fjarðarheiðarganga, í samræmi við 16. grein reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að senda umsögn heimastjórnar til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að niðurstöðu verkefnis um greiningu vindorkukosta í Múlaþingi.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21. júní 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum til umfjöllunar og umsagna hjá heimastjórnum Múlaþings. Málið verður tekið fyrir að nýju hjá ráðinu þegar umsagnir liggja fyrir.

Lagt fram til kynningar og verður tekið til umfjöllunar á næsta fundi heimastjórnar.

8.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Leikskóli á suðursvæði

Málsnúmer 202205384Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að fjalla um breytingu á deiliskipulagi suðursvæðis á Egilsstöðum þar sem fyrirhugað er að gera ráð fyrir nýrri staðsetningu leikskóla í hverfinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21. júní 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að unnin verði breyting á deiliskipulagi á Suðursvæði Egilsstaða til að rúma fyrirhuguð áform um uppbyggingu leikskóla á Suðursvæði. Jafnframt verður horft til þess að auka fjölbreytni lóðagerða á svæðinu. Auk þess sem horft verði til þess að auka fjölbreytni lóðagerða á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi á Suðursvæði Egilsstaða til að rúma fyrirhuguð áform um uppbyggingu leikskóla á Suðursvæði. Heimastjórnin leggur til að svæði númer 4 í fylgigögnum verði skoðað með hliðsjón af því að þar megi einnig koma fyrir grunnskóla, en líklegast er að það svæði rúmi helst hvoru tveggja. Auk þess samþykkir heimastjórn að horft verði til þess að auka fjölbreytni lóðagerða á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulagsbreyting, Selbrún, Fellabær

Málsnúmer 202111233Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga vegna breytinga á deiliskipulagi við Selbrún í Fellabæ. Fyrir liggur að taka afstöðu til tillögunnar og kynningu hennar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21. júní 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Viðhald girðingar Héraðsskóga, Skógræktarinnar, Vegagerðarinnar og Múlaþings frá Gilsá og inn í Egilsstaði

Málsnúmer 202206186Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, dagsett 24.6. 2022, frá Þórhalli Rúnari Ásmundssyni, Þórhalli Borgarssyni og Þórarni Andréssyni landeigendum á Ormsstöðum og Fljótsbakka, þar sem vakin er athygli á að viðhald girðingar Héraðsskóga, Skógræktarinnar, Vegagerðarinnar og Múlaþings frá Gilsá og inn í Egilsstaði sé verulega ábótavant. Óskað er eftir því að heimastjórn Fljótsdalshéraðs kanni stöðu málsins og beiti sér eftir atvikum fyrir því að sveitarfélagið Múlaþing taki að sér utanumhald þessa samnings og eftirfylgni með viðgerðum ef ekki er áhugi fyrir því þar sem það er núna.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að fundin verði lausn á viðhaldi þessarar girðingar og kostun þess samkvæmt samningi og beinir málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Útbreiðsla kerfils á Héraði

Málsnúmer 202206214Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ábending til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um mikilvægi þess að bregðast við útbreiðslu kerfils á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að brugðist verði við útbreiðslu kerfils með því að hefta frekari útbreiðslu hans og eyða honum þar sem unnt er til að núverandi vistkerfi rofni ekki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 13:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?