Fara í efni

Útbreiðsla kerfils á Héraði

Málsnúmer 202206214

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 23. fundur - 27.06.2022

Fyrir liggur ábending til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um mikilvægi þess að bregðast við útbreiðslu kerfils á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að brugðist verði við útbreiðslu kerfils með því að hefta frekari útbreiðslu hans og eyða honum þar sem unnt er til að núverandi vistkerfi rofni ekki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að bregðast við útbreiðslu kerfils í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála og garðyrkjustjóra Múlaþings að taka saman upplýsingar um útbreiðslu kerfils í sveitarfélaginu og möguleg viðbrögð sem verða lagðar fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?